Frá Valencia í Stjörnuna

Hilmar Smári Henningsson er kominn í Stjörnuna.
Hilmar Smári Henningsson er kominn í Stjörnuna. Ljósmynd/Stjarnan

Körfuknattleiksmaðurinn Hilmar Smári Henningsson hefur gert tveggja ára samning við Stjörnuna. Hann kemur til félagsins frá spænska stórliðinu Valencia.

Hilmar, sem er tvítugur skotbakvörður, er alinn upp hjá Haukum. Hann lék eitt tímabil með Þór hjá Akureyri áður en leiðin lá til Spánar.

Leikmaðurinn ungi lék vel með varaliði Valencia á síðustu leiktíð og skoraði 16,4 stig, tók 4,3 fráköst og gaf 2,3 stoðsendingar í leik.

mbl.is