Bretinn að yfirgefa Íslandsmeistarana

Callum Lawson með boltann.
Callum Lawson með boltann. mbl.is/Kristinn Magnússon

Callum Lawson, leikmaður Íslandsmeistara Vals í körfuknattleik, hefur samkvæmt heimildum Körfunnar samið við Jav CM í frönsku B-deildinni en þetta kemur fram á karfan.is.

Lawson varð Íslandsmeistari með Þór Þorlákshöfn árið 2021 og gekk svo til liðs við Val á síðustu leiktíð og varð aftur Íslandsmeistari er Valur tryggði sér fyrsta titil sinn í efstu deild í 39 ár í maí síðastliðnum.

Lawson, sem er Breti, skoraði 15 stig með Val, skilaði 4 fráköstum og einni stoðsendingu að meðaltali í leik á síðasta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert