Tveir frá Íslandi í írska landsliðinu

Taiwo Badmus lék mjög vel með Tindastóli í vetur. Hann …
Taiwo Badmus lék mjög vel með Tindastóli í vetur. Hann er landsliðsmaður Írlands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tveir körfuboltamenn sem léku á Íslandi á síðasta keppnistímabili eru í landsliðshópi Íra sem tilkynntur hefur verið vegna leikja í forkeppni Evrópumótsins í sumar.

Annar þeirra er Taiwo Badmus sem var í stóru hlutverki með Tindastóli og fór með liðinu í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn en hann hefur samið við Skagfirðinga um að leika áfram með þeim næsta vetur.

Hinn er Jordan Blount sem hóf síðasta tímabil með Þór á Akureyri í úrvalsdeildinni en fór síðan til Sindra á Hornafirði í 1. deildinni. Hann hefur nú samið við írska úrvalsdeildarliðið Neptune fyrir næsta tímabil.

mbl.is