Tólf sem spila leikinn í kvöld

Haukur Helgi Pálsson er með landsliðinu á ný og spilar …
Haukur Helgi Pálsson er með landsliðinu á ný og spilar sinn 70. landsleik í kvöld. mbl.isEggert Jóhannesson

Craig Pedersen landsliðsþjálfari karla í körfuknattleik hefur valið þá tólf leikmenn sem spila leikinn mikilvæga gegn Hollandi í undankeppni heimsmeistaramótsins á Ásvöllum í kvöld.

Hópinn skipa sextán leikmenn þannig að fjórir úr honum verða ekki með í leiknum. Þessir spila:

Elvar Már Friðriksson · Derthona Basket, Ítalíu (73)

Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík (69)

Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (92)

Jón Axel Guðmundsson · Hakro Merlins Crailsheim, Þýskaland (19)

Kári Jónsson · Valur (25)

Ólafur Ólafsson · Grindavík (49)

Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Stjarnan (56)

Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (21)

Styrmir Snær Þrastarson · Davidson, USA (2)

Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (51)

Þórir G. Þorbjarnarsson · Landstede Hammers, Hollandi (17)

Ægir Þór Steinarsson · Gipuzkoa Basket, Spáni (73)

Hinir fjórir í æfingahópnum sem ekki taka þátt í leiknum eru Gunnar Ólafsson, Hilmar Smári Henningsson, Hilmar Pétursson og Kristinn Pálsson.

mbl.is