Margt spilaði okkur í hag í kvöld

Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta, var yfir heildina nokkuð sáttur með kvöldið eftir að lið hans lagði meistara Njarðvíkur að velli í fyrsta leik Subway-deildarinnar.

Hörður sagði leikplan kvöldsins að mestu hafa gengið upp en margt mætti gera betur. Hörður sagði að sá kafli sem að Njarðvík hafi gengið sem best hafi sóknarleikur liðsins ekki verið á pari og eitthvað sem þyrfti að skoða sem fyrst.

Hörður sagði að slíkur sigur gefi vissulega ákveðið sjálfstraust en hafði það hinsvegar bakvið eyrað að lið hans hafði ákveðið forskot í kvöld.  

mbl.is