Naumur sigur Njarðvíkur á Haukum

Dedrick Basile skoraði 18 stig fyrir Njarðvík.
Dedrick Basile skoraði 18 stig fyrir Njarðvík. mbl.is/Óttar Geirsson

Njarðvík hafði betur gegn Haukum, 75:71, í æsispennandi leik í 7. umferð Subway-deildar karla í körfuknattleik suður með sjó í kvöld.

Leikurinn var feikilega jafn allan tímann en undir lok leiks tókst heimamönnum í Njarðvík að ná naumri forystu og halda henni, með herkjum, til enda.

Stigahæstur í liði Njarðvíkur var Mario Matasovic með 19 stig og tók hann auk þess tíu fráköst.

Dedrick Basile bætti við 18 stigum og var Nacho Martín gífurlega öflugur í frákastabaráttunni, en hann skoraði 10 stig og tók 17 fráköst.

Stigahæstur í leiknum var Norbertas Giga með 20 stig fyrir Hauka og tók hann einnig 11 fráköst.

Darwin Davis kom í humátt á eftir honum með 19 stig fyrir Hauka.

Með sigrinum fór Njarðvík upp í þriðja sæti Subway-deildarinnar, þar sem liðið er með 8 stig, tveimur stigum á eftir Val og Breiðabliki í efstu tveimur sætunum.

Haukar eru í sjötta sæti, einnig með 8 stig.

Njarðvík - Haukar 75:71

Ljónagryfjan, Subway deild karla, 24. nóvember 2022.

Gangur leiksins:: 4:4, 11:11, 15:21, 21:26, 27:29, 34:33, 39:37, 41:41, 45:45, 47:50, 50:53, 56:58, 60:65, 67:65, 70:69, 75:71.

Njarðvík: Mario Matasovic 19/10 fráköst/6 stolnir, Dedrick Deon Basile 18/4 fráköst/5 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 12, Oddur Rúnar Kristjánsson 11, Nacho Martín 10/17 fráköst/5 stoðsendingar, Lisandro Rasio 4/6 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 1/4 fráköst.

Fráköst: 36 í vörn, 9 í sókn.

Haukar: Norbertas Giga 20/11 fráköst, Darwin Davis Jr. 19, Hilmar Smári Henningsson 14/6 fráköst, Daniel Mortensen 10/8 fráköst, Breki Gylfason 3/6 fráköst, Róbert Sigurðsson 3, Orri Gunnarsson 2.

Fráköst: 33 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Jóhann Guðmundsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

Áhorfendur: 167

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert