Kunnum ekki að vinna

Mate Dalmay þjálfari Hauka var nokkuð vonsvikinn með tapið og um leið að vera sleginn út úr VÍS-bikarnum í körfuknattleik í kvöld þegar lið hans beið lægri hlut gegn Njarðvíkingum.

Mate sagði sína menn hafa bara verið slaka í kvöld en að þeir hafi fengið nóg af tækifærum til þess að knýja fram sigurinn góða. Litlir hlutir í fjórða leikhluta hafi vegið þungt þegar upp var staðið og því fór sem fór.

Mate sagði það einnig erfitt að þurfa að finna ákveðna línu hjá dómarastéttinni þar sem hann sagðist nýkominn úr leik gegn Tindastóli þar sem leyfð var þó nokkur harka en í kvöld hafi varla mátt blása á leikmenn. 

Mate Dalmay, þjálfari Hauka.
Mate Dalmay, þjálfari Hauka. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is