Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmaður í körfuknattleik, hefur verið afar öflugur með Zaragoza í spænsku A-deildinni að undanförnu og leikmenn Valencia áttu í mestu erfiðleikum með að hemja hann í leik liðanna í gærkvöld.
Valencia hafði betur í leiknum en Tryggvi lét að sér kveða og tróð m.a. boltanum sex sinnum í körfuna hjá heimaliðinu.
Troðslur Tryggva má sjá í myndskeiðinu: