Sverrir hættur með Keflavík

Sverrir Þór Sverrisson er hættur með lið Keflavíkur.
Sverrir Þór Sverrisson er hættur með lið Keflavíkur. mbl.is/Eyþór Árnason

Sverrir Þór Sverrisson er hættur sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í körfuknattleik í kvöld með því að vinna Njarðvík í þriðja úrslitaleik liðanna.

Sverrir staðfesti þetta við mbl.is strax eftir leikinn. „Ég reikna með því að þetta hafi verið minn síðasti leikur sem körfuboltaþjálfari," sagði Sverrir við mbl.is eftir leikinn og sagði ástæðan væri fyrst og fremst vinnutengd.

Nánar verður rætt við Sverri um úrslitaleikinn og ákvörðun hans síðar í kvöld hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert