Uppselt á oddaleikinn á Hlíðarenda

Kristinn Pálsson sækir að DeAndre Kane í leik liðanna í …
Kristinn Pálsson sækir að DeAndre Kane í leik liðanna í gærkvöldi. mbl.is/Óttar Geirsson

Uppselt er á oddaleik Vals og Grindavíkur í úrslitaeinvígi þeirra um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta sem fram fer á Hlíðarenda næsta miðvikudagskvöld. 

Hús Vals tekur mest 2.500 manns og verður því hvert sæti skipað á Hlíðarenda. 

Miðarnir fóru hratt en þetta er þriðja árið í röð sem oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla fer fram í Valsheimilinu. 

Leikurinn hefst klukkan 19.15 næsta miðvikudagskvöld og verður í beinni textalýsingu á mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert