Vel heppnuð bogfimikeppni

Frá keppni í bogfimi í íþróttahúsi ÍFR í dag.
Frá keppni í bogfimi í íþróttahúsi ÍFR í dag. sportmyndir.is

Keppni í bogfimi á Reykjavíkurleikunum fór fram í íþróttahúsi ÍFR í Hátúni í dag. Keppt var í flokki sveigboga og trissuboga. Keppendur voru um 30 talsins og var keppnin bæði vel heppnuð og spennandi að sögn skipuleggjenda. Bogfimimaður mótsins var valinn Kristmann Einarsson og bogfimikonan var valin Jastrid Maria Rein Jenssen.

Að undankeppni lokinni var hörkuspennandi útsláttarkeppni þar sem keppt var í einvígi, maður á mann, um það hver fengi fyrstur 6 stig. Keppendur höfðu 40 sekúndur til að skjóta einni ör og sá sem var nær miðju vann.

Úrslit í einstökum flokkum voru eftirfarandi:

Trissubogi karla
1. Jógvan Niclassen
2. Kristmann Einarsson
3. Karsten Tarnow

Sveigbogi karla
1. Guðmundur Smári Gunnarsson
2. Guðmundur Örn Guðjónsson
3. Jógvan Magnus Andreasen

Sveigbogi kvenna
1. Jastrid M.R. Jensen
2. Ólöf Gyða Risten Svansdóttir
3. Margrét Einarsdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert