Gústaf með fullkominn leik

Gústaf Smári Björnsson úr Keilufélagi Reykjavíkur spilaði fullkominn leik eða 300 pinna í forkeppni í keilu á WOW Reykjavik International Games í Keiluhöllinni í Egilshöll nú í kvöld. Náði hann leiknum í 5. leik kvöldsins. Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá Arnar klára hinn fullkomna leik.

Gústaf sigraði riðilinn í kvöld með samtals 1.429 pinna eða 238,2 í meðaltal. Efstur erlendu gestanna varð Robert Anderson frá Svíþjóð en hann var skammt undan og spilaði 1.426 pinna eða 237,7 í meðaltal.

Efst kvenna í kvöld varð Katrín Fjóla Bragadóttir úr KFR með 1.171 pinna en konur fá 8 pinna í forgjöf fyrir hvern leik og endaði hún með 203,2 í meðaltal.

Annar riðill forkeppninnar verður spilaður á morgun föstudag kl. 14:30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert