Spennandi danskeppni í Laugardalshöll

Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir verða á meðal …
Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir verða á meðal keppenda í danskeppni Reykjavíkurleikanna í Laugardalshöll. Ljósmynd/Kjartan Einarsson

Danskeppni Reykjavíkurleikanna fer fram í Laugardalshöll á morgun sunnudaginn 27.janúar. Fjöldi þátttakenda í mótinu er 138, þar af 4 sterk pör frá Portúgal og 5 frá Bandaríkjunum.

Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir sem unnu Champions of Tomorrow keppnina á Englandi og Milano Grand Ball á Ítalíu fyrr í mánuðinum verða á meðal keppenda. Önnur íslensk pör sem einnig hafa verið að vinna til verðlauna víðsvegar um heimin og taka þátt á morgun eru Daníel Sverrir Guðbjörnsson og Sóley Ósk Hilmarsdóttir, Gylfi Már Hrafnsson og María Tinna Hauksdóttir og Sverrir Þór Ragnarsson og Ágústa Rut Andradóttir.

Dagskráin byrjar klukkan 9:00 á keppni í barna og unglingaflokkum en fullorðinsflokkum um klukkan 13. Hlé verður gert á keppninni klukkan 15:30 en hún hefst svo aftur klukkan 20:00 og þá verður dansað til úrslita. 

Miða á danskeppnina er hægt að kaupa á tix.is

Keppt verður í öllum aldursflokkum á Reykjavíkurleikunum í dansi.
Keppt verður í öllum aldursflokkum á Reykjavíkurleikunum í dansi. Ljósmynd/Kjartan Einarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert