Sterkir keppendur berjast um Crossfit-titilinn á Reykjavíkurleikunum

Björgvin Karl Guðmundsson keppir á Reykjavíkurleikunum.
Björgvin Karl Guðmundsson keppir á Reykjavíkurleikunum. Kristinn Magnússon

Crossfit-keppnin á Reykjavíkurleikunum verður með breyttu sniði þar sem tíu keppendur munu keppa, fimm karlar og fimm konur. 

Keppnin fer fram á föstudaginn 5. febrúar, en hún verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV2 klukkan 19:30. Vegna aðstæðna var ekki hægt að halda stórt alþjóðlegt mót eins og átti að gera, en í ár er þetta boðsmót. 

Keppendur í kvennaflokki eru:

Sandra Arnardóttir æfir í Crossfit Sport sigraði í fyrra og hefur því titil að verja. 

Hjördís Óskarsdóttir æfir í Crossfit XY, hefur keppt með liði á heimsleikunum í Crossfit.

Jóhanna Júlíusdóttir æfir í Crossfit Suðurnes, hefur keppt með liði á heimsleikunum í Crossfit.

Tanja Davíðsdóttir æfir í Crossfit Reykjavík

Alma Káradóttir  æfir í Sporthúsinu

 

Keppendur í karlaflokki eru

Björgvin Karl Guðmundsson hefur sex sinnum keppt á heimsleikunum og tvisvar sinnum unnið til verðlauna á Crossfit heimsleikunum. Björgvin æfir í Crossfit Hengil í Hveragerði. 

Frederik Ægidius er frá Danmörku en býr hér á landi og æfir í Crossfit Reykjavík. Frederik  hefur farið fimm sinnum Crossfit heimsleikana.  

Stefán Helgi Einarsson æfir í CrossFit Reykjavik hefur keppt á heimsleikunum. 

Hafsteinn Gunnlaugsson æfir í WorldFit. 

Haraldur Holgersson æfir í CrossFit XY, hefur keppt tvisvar sinnum á Heimsleikunum í unglingaflokki.

 

Það verður spennandi að fylgjast með Frederik og Björgvini Karli keppa, en þeir þykja líklegir sigurvegarar. 

Allar upplýsingar má finna hér á facebook viðburði crossfit keppninnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka