Svört spá fyrir Spán

Spænska ríkisstjórnin gerir ráð fyrir því að atvinnuleysið fari í 24,3% í ár og að samdrátturinn í hagkerfinu verði 1,7% í ár.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Spánar mældist atvinnuleysið 22,85% í árslok 2011. Hvergi í Evrópu er atvinnuleysið jafn mikið og á Spáni.

Í nýrri hagspá spænsku ríkisstjórnarinnar er því spáð að samdrátturinn verði 1,7% í ár og er það rakið til þess að ríkisstjórnin ákvað að slaka aðeins á í niðurskurðinum. Forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, tilkynnti í dag að hallinn a ríkissjóði yrði 5,8% af vergri landsframleiðslu en áður var stefnt að því að hallinn yrði 4,4%.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir