Leiðir til að forðast skattheimtu

mbl.is/Styrmir Kári

Starfsmaður hótels gæti þurft að rétta viðskiptavini reikning þar sem þjónustan sem er seld er í fjórum virðisaukaskattsþrepum: Morgun- og kvöldmatur ber 7% virðisaukaskatt, vín með mat 25%, gistingin 14% en líkamsrækt og spameðferð er undanþegin þessari skattheimtu.

Þetta segir Alexander G. Eðvardsson, sviðstjóri skatta- og lögfræðisviðs KPMG, í samtali í Morgunblaðinu í dag. Hann flutti erindi í gær um fyrirhugaðar skattabreytingar á mánaðarlegum fundi fyrirtækisins sem ber yfirskriftina Fróðleikur á fimmtudögum. Fyrirhugað er að hækka virðisaukaskattinn á gistingu í 14% úr 7% á næsta ári.

Alexander þykir líklegt að ef morgunmaturinn er í 7% skattþrepi en gistingin 14% að morgunmaturinn muni lækka í verði og gisting hækka. Ef gisting og matur kostar 15 þúsund og eru í sama skattþrepi, skiptir ekki máli hvernig kostnaðurinn skiptist niður á milli þessara tveggja þátta, skatturinn sé hinn sami. Aftur á móti myndast hvati til að hækka verðið á morgunmatnum (7% vsk.) og lækka verðið á gistingunni (14% vsk.) ef skattþrepin eru ekki hin sömu, líkt og er í hinu nýja fjárlagafrumvarpi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK