Rússnesk fjármagnshöft ekki rædd

Ríkisstjórnin fór yfir stöðuna á neyðarfundi í dag.
Ríkisstjórnin fór yfir stöðuna á neyðarfundi í dag. AFP

Fjármálaráðherra Rússlands segir að ríkisstjórnin sé ekki að íhuga að setja á fjármagnshöft til að takmarka kaup á erlendum gjaldeyri og stuðla þannig að efnahagslegum stöðugleika í landinu. Þetta sagði ráðherrann eftir neyðarfund sem ríkisstjórnin hélt í dag.

Rúblan hefur hríðfallið í verði undanfarna daga og vikur. 

Alexei Úljúkajev, fjármálaráðherra Rússlands, segir að fjármagnshöft hafi ekki verið til umræðu á fundinum sem möguleg lausn á gjaldeyrisvanda Rússa. Á einum degi hefur virði rúblunnar dregist saman um 20% þrátt fyrir að seðlabanki landsins hafi ákveðið að hækka stýrivextina úr 10,5% í 17%.

Ulyukayev segir að Dimítrí Medvedv, forsætisráðherra Rússlands, hafi boðað til fundarins í dag. Þar hafi verið rædda ýmsar leiðir til að sporna gegn ástandinu og koma á stöðugleika. 

„Aðgerðir okkar munu beinast að því að tryggja betra jafnvægi á framboði og eftirspurn innanlands eftir erlendum gjaldeyri,“ sagði Úljúkajev

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK