Staðfesta fákeppni á tryggingamarkaði

Þingmenn vilja rannsókn á tryggingamarkaðnum.
Þingmenn vilja rannsókn á tryggingamarkaðnum. mbl.is/Heiðar

Samkeppniseftirlitið staðfesti á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í dag að tryggingamarkaðurinn hér á landi væri fákeppnismarkaður. Nokkrir þingmenn telja að gagnkvæmt tryggingafélag gæti verið nauðsynlegt á markaðinn til þess að veita öðrum aðhald.

Í gagnkvæmu tryggingafélagi eru eigendur félagsins tryggingatakar á hverjum tíma og er ábati af rekstri þess þá notaður til þess að lækka tryggingar þeirra hverju sinni. 

Sérstakar umræður um tryggingafélögin fóru fram á Alþingi í dag og kölluðu nokkrir þingmenn eftir sérstakri úttekt Samkeppniseftirlitsins á tryggingamarkaðnum. Hvort um samstillta hegðun og samráð gæti verið að ræða. Þá báru Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknar og Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingar, upp hugmyndir um stofnun á gagnkvæmu tryggingafélagi.

Steingrímur sagði m.a. þá staðreynd að ekkert tryggingafélaganna hafi látið sér detta í hug að deila ávinning sínum með viðskiptavinum, eða að minnsta kosti að nota hann til þess að hækka ekki iðgjöld, segja almenningi að þörf sé fyrir frekari samkeppni og aðhald á markaðnum.

Samsett mynd
mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir