Ræða kaup Senu á Iceland Airwaves

Ef kaupin ganga eftir má búast við því að einhverjar …
Ef kaupin ganga eftir má búast við því að einhverjar breytingar verði á hátíðinni. mbl.i/Árni Torfason

Sena Live á nú í viðræðum við Icelandair um kaup á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. Viðræður hafa staðið yfir síðustu tvær vikur og allt stefnir í að samningar náist. Þetta staðfestir Jón Diðrik Jónsson, stjórnarformaður Senu Live í samtali við mbl.is

„Við erum í viðræðum við Icelandair, en þetta er ekki klárt. Mér sýnist þó stefna í þessa átt,“ segir Jón Diðrik. Hann getur hins vegar ekki sagt til um hvað viðræðurnar munu taka langan tíma.

Aðspurður hvort það megi búast við einhverjum breytingum á hátíðinni gangi kaupin eftir segist hann búast við að framkvæmd hátíðarinnar verði endurskoðuð, en hún hefur verið haldin árlega í október eða nóvember frá árinu 1999.

„Það þarf örugglega að endurskoða hvernig þetta er framkvæmt, en við munum halda hjartanu í þessu og halda áfram að kynna íslenska tónlist.“ Jón Diðrik segir umhverfið í kringum tónlist og tónleikahald hafa breyst og því sé eðlilegt að menn hugi að breytingum.

Samkvæmt heimildum mbl.is leituðu núverandi eigendur til Senu Live til að kanna áhuga á kaupum á hátíðinni, en árið 2016 var hátíðin rekin með ríflega 57 milljóna króna tapi. Töluvert færri gestir mættu þá á hátíðina en búist hafði verið við. Árið 2017 var hátíðin svo minni í sniðum en áður og sagði Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, í samtali við mbl.is að sniðugt hefði þótt að fara aftur til gamla tímans og dreifa tónleikum á marga minni staði, líkt áður hafði verið gert. Harpa var tekin út sem tónleikastaður og færri bönd spiluðu en árin á undan.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK