Réttindi viðskiptavina Netgíró óljós

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Hari

Réttindi þeirra sem greiða flugmiða með netgíró eru ekki alveg skýr ef það kæmi til gjaldþrots flugfélaga, sagði Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, á Morgunvaktinni á Rás eitt í gærmorgun. Fjárhagsstaða íslensku flugfélaganna hefur verið til umræðu undanfarið og bjóða þau bæði upp á greiðslur með netgíró. Framkvæmdarstjóri Netgíró bíður álits lögfræðings og vill ekki tjá sig að svo stöddu.

Frétt RÚV.

Kristján sagði réttindi flugfarþega ekki sérlega skýr og að þau ráðist bæði af greiðslumáta og því hvort keyptar séu alferðir eða ekki.

„Þeir sem kaupa alferðir eins og það er kallað, þ.e.a.s. þeir sem kaupa flugmiða og hótel í einu til dæmis af ferðaskrifstofu eru tryggðir og þeim verður komið heim ef rekstur flugfélagsins stöðvast. Á meðan þeir sem eru á eigin vegum, hafa keypt bara farmiðann, þeir verða að koma sér sjálfir heim og gera bara kröfu í þrotabúið.“

„En svo er þetta með endurgreiðsluna ef þú átt ónýttan miða, getur ekki notað miðann, þá færðu hann í öllum tilfellum endurgreiddan af greiðslukortafyrirtækinu ef þú hefur greitt þá með kreditkorti,“ sagði Kristján í samtali í þættinum Morgunvaktin á Rás eitt í gær.

„Svo sé ég núna að íslensku flugfélögin eru að bjóða upp á greiðslur með netgíro bæði WOW air og Icelandair. […] Ég fæ ekki almennilegar upplýsingar frá Netgíró hver réttindi farþega eru varðandi svona greiðslur. Hvort að litið sé á þetta eins og staðgreiðslu og þá fáir þú þetta ekki endurgreitt. Þetta er eitthvað sem þyrfti að bæta upplýsingagjöfina [um] fyrir íslenska neytendur. Því það eru þeir sem eru að nýta þessar netgírógreiðslur,“ sagði Kristján einnig.

Bíður lögfræðiálits

Framkvæmdastjóri Netgíró, Helgi Björn Kristinsson, sagðist ekki geta tjáð sig um hvort fyrirtækið myndi endurgreiða viðskiptavinum, sem fengu ekki fullgreidda vöru eða þjónustu afhenta, fyrr en í næstu viku þegar álit lögfræðings hefur borist.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK