Veiking krónunnar tengist líklega stöðu WOW

Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir það ljóst að ef að WOW ...
Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir það ljóst að ef að WOW lendir í alvarlegum fjárhagslegum erfiðleikum þá verður það mikið högg fyrir gjaldeyrismarkaðinn, en að Seðlabankinn hafi öll þau verkfæri sem til þarf til að vinna úr þeirri stöðu sem kemur upp.

Staða WOW Air er langlíklegasta skýringin á veikingu íslensku krónunnar að mati Daníels Svavarssonar, forstöðumanns hagfræðideildar Landsbankans. Íslenska krón­an veikt­ist tals­vert um miðjan dag gagn­vart öll­um helstu gjald­miðlum á tíma­bili. Þannig hafði geng­is­vísi­tala hækkað um 2,45% upp úr klukkan 14 í dag.

Seðlabank­inn greip inn í lækk­un krón­unn­ar í dag og telur Daníel að inngripið hafi verið jákvætt. „Það róar markaðinn og vonandi almenning. En það er ljóst að ef WOW lendir í alvarlegum fjárhagslegum erfiðleikum þá verður það mikið högg, en Seðlabankinn hefur öll þau verkfæri sem til þarf til að vinna úr þeirri stöðu sem kemur upp,“ segir hann.

Frétt­ir af skulda­bréfa­út­boði WOW air eru vænt­an­leg­ar í viku­lok þar sem for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins vænta þess að geta skýrt nán­ar frá gangi mála.

Í gær greindi Morg­un­blaðið frá því að for­svars­menn WOW reru nú öll­um árum að því að tryggja að lág­marki 50 millj­óna dala fjár­mögn­un og til handa starf­sem­inni jafn­gildi um 5,6 millj­arða króna, og funduðu full­trú­ar stjórn­valda nú um helg­ina vegna mál­efna flug­fé­lags­ins.

Daníel segir að ef niðurstaðan verði jákvæð muni gjaldeyrismarkaðurinn róast en ef hún verði neikvæð megi áfram búast við titringi á gjaldeyrismarkaði.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir