Sala á jólabjór dregst saman

Salan á jólabjór dróst saman um 13% frá því á ...
Salan á jólabjór dróst saman um 13% frá því á sama tímabili í fyrra. mbl.is/Hari

Sala á jólabjór í verslunum Vínbúðarinnar dróst saman um 13% dagana 15. nóvember til 4. desember miðað við á sama tímabili í fyrra.  

Alls seldust 279.242 bjórar á tímabilinu en á sama tíma í fyrra seldust 321.516 bjórar. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra Vínbúðarinnar.

Um 60 tegundir af jólabjór voru í boði þegar salan hófst 15. nóvember.

Tuborg Julebryg er langvinsælasti jólabjórinn í ár, samkvæmt tölum Vínbúðarinnar, og nemur hlutfall hans af heildarsölunni um 45 prósentum. Alls seldust 126.359 slíkir bjórar á tímabilinu. Næstur á eftir kemur Víking jólabjór með 10 prósent af heildarsölunni og Jólagull er svo í þriðja sæti með 7,2 prósent.

Tafla/Vínbúðin
mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir