Icelandair hækkar áfram í Kauphöllinni

mbl.is/Sigurður Bogi

Bréf Icelandair hafa haldið áfram að hækka eftir að fréttir bárust um uppsagnir og breytingar í rekstri hjá WOW air í dag. Strax eftir að fréttir bárust af uppsögnum hækkuðu bréf félagsins um 7%. Nú hafa bréf Icelandair hækkað um 11,5% í 292 milljóna viðskiptum. Gengi bréfanna er nú 9,2 krónur á hlut.

Hæst fór gengi bréfanna í dag í 9,5 krónur á hlut.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir