Icelandair nær bráðabirgðasamkomulagi við Boeing

Vél Icelandair.
Vél Icelandair. Eggert Jóhannesson

Flugfélagið Icelandair hefur náð bráðabirgðasamkomulagi við flugvélaframleiðandann Boeing um bætur vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-flugvéla Icelandair. Kyrrsetningin sem hefur verið í gildi síðan í mars á þessu ári hefur valdið flugfélaginu miklu tjóni.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Icelandair sendi Kauphöllinni nú fyrir skemmstu.

Í tilkynningunni kemur fram að neikvæð áhrif á rekstur flugfélagsins voru 140 milljónir Bandaríkjadala 30. júní sl. eða um 17 milljarðar íslenskra króna og þau hafi haldið áfram að aukast síðan.

Ef tekið er mið af bráðabirgðasamkomulaginu metur Icelandair stöðuna þannig að neikvæð áhrif á reksturinn miðað við daginn í dag séu um 135 milljónir dala. Forsvarsmenn Icelandair munu halda viðræðum við Boeing um frekari bætur áfram.

Afkomuspá félagsins fyrir árið í heild er enn óbreytt, eða neikvæð um 70-90 milljónir Bandaríkjadala.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK