KEA hættir við hótelbyggingu

Tölvuteiknuð mynd af hótelinu sem átti að rísa við Hafnarstræti …
Tölvuteiknuð mynd af hótelinu sem átti að rísa við Hafnarstræti 80. Mynd/KEA

KEA hefur skilað lóðinni við Hafnarstræti 80 á Akureyri til bæjaryfirvalda og því verður ekki af byggingu hótels á lóðinni af hálfu félagsins. KEA hefur undanfarin ár áformað að reisa og leigja 150 herbergja hótel við Hafnarstræti 80 eða á svokallaðri Umferðarmiðstöðvarlóð.

Fréttamiðillinn Vikudagur greinir frá þessu. 

Haft er eftir Halldóri Jóhannssyni, framkvæmdastjóra KEA, að ekki hafi skapast skilyrði fyrir því að áform félagsins á lóðinni gangi eftir eins og lagt var upp með. 

Hann segir enn fremur í samtali við Vikudag að bæjaryfirvöld á Akureyri hafi í haust ekki viljað veita félaginu frekari frest til að bíða betri ytri skilyrða til þess að hefja framkvæmdir á lóðinni og því ekki annað að gera en að skila lóðinni. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK