Engin rannsókn í farvatninu vegna tilboða

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Engin rannsókn er í gangi hjá Samkeppniseftirlitinu vegna tilboða Vodafone og Nova um enska boltann á 1.000 krónur á mánuði.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að ráða megi af umfjöllun fjölmiðla að tilboðin tengist að einhverju leyti því að Síminn var sektaður á dögunum um 500 milljónir króna fyrir brot á sátt sem eftirlitið og Síminn gerðu í tengslum við enska boltann.

„Því máli er lokið og það er ekki nein önnur rannsókn í gangi sem varðar þessi tilteknu viðskipti eða tilboð. Það er ekkert slíkt í farvatninu í augnablikinu,“ segir Páll Gunnar.

Síminn segir lög hafa verið brotin en Vodafone vísar því á bug. Páll Gunnar segir Símanum vera frjálst að beina kvörtun til Samkeppniseftirlitsins og það muni þá taka afstöðu til hennar. „Á þessu stigi miðað við fyrirliggjandi upplýsingar er ekki líklegt að það verði tekin upp rannsókn að frumkvæði eftirlitsins,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK