Slær út TikTok, Instagram og Facebook

Teatime var stofnað árið 2017 af eigendum og lykilstjórnendum Plain …
Teatime var stofnað árið 2017 af eigendum og lykilstjórnendum Plain Vanilla, sem hannaði leikinn QuizUp. Á meðal eigenda Teatime er stofnandi Skype samskiptaforritsins, Niklas Zennström. Á mynd frá vinstri: Ýmir Örn Finnbogason, Þorsteinn B. Friðriksson, Jóhann Þorvaldur Bergþórsson og Gunnar Hólmsteinsson. Ljósmynd/Aðsend

Það er appa glappa hvaða öpp ná flugi en skærasta stjarnan í leiknum þessa stundina er íslensk: Trivia Royale, spurningaleikur frá hinum íslensku Teatime Games, sem vermir toppsætið á vinsældalista App Store í Bandaríkjunum yfir ókeypis leiki.

Leikurinn er í þessum skrifuðum orðum eitthvert vinsælasta smáforrit í heimi og tekur þannig fram úr TikTok, Facebook og Instagram, svo vikið sé að helstu eftirbátum.

Teatime Games er arftaki Plain Vanilla sem var með QuizUp á sínum tíma þar til það var selt til Bandaríkjanna 2016. Í millitíðinni hefur Teatime gert tilraunir með hina og þessa leiki en óhætt er að fullyrða að enginn hafi notið eins mikilla vinsælda og Trivia Royale. 

Íslensk útflutningsafurð

Í viðtali við mbl.is fyrir rúmri viku sagði Þorsteinn B. Friðriksson forstjóri fyrirtækisins að hann hefði varla þorað að vona að viðtökurnar yrðu svona góðar og var leikurinn þó ekki nema í 17. sæti þá. Þá hlýtur að teljast útilokað að hann hafi vonað að þær yrðu svona svona góðar, þ.e. að leikurinn næði fyrsta sæti.

Leikurinn byggist á „royale“-formi eins konar, sem er á flestum vin­sæl­ustu tölvu­leikj­um heims þessi dægrin og felst í að skella risa­stór­um hóp­um spil­ara sam­an í eina hrúgu og sjá hver stend­ur eft­ir. Þess kon­ar sta­f­ræn­ir hung­ur­leik­ar eru það sem fólkið vill, að sögn Þor­steins. Sjá í því sambandi nýj­an Call of Duty og Fortnite.

Starfs­menn Teatime eru í kring­um 20 á skrif­stof­u á Lauga­vegi en þá eru ekki tald­ir með spurn­inga­höf­und­ar, sem flest­ir eru í Banda­ríkj­un­um og starfa sem verk­tak­ar fyr­ir leik­inn. Sömu­leiðis eru for­rit­ar­ar að störf­um víða um heim við smá­for­ritið.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK