Hagnast á því að sniðganga Facebook

Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook.
Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook. AFP

Í stað þess að verða fyrir tekjutapi eða skorti á sýnileika virðist sem auglýsendur, sem ákveðið hafa að sniðganga Facebook, njóti nú óvæntrar velvildar. Ekki einungis tekst þeim að spara milljónir Bandaríkjadala í auglýsingafé heldur hafa umrædd vörumerki hlotið mikla og jákvæða athygli á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.

Eins og áður hefur komið fram hefur miðillinn sætt talsverðri gagnrýni fyrir að birta færslur og auglýsingar sem kunna að virka villandi eða eru falskar. Hefur slíkt ýtt undir óánægju meðal ákveðins hóps viðskiptavina, en með því að verða við óskum þeirra um sniðgöngu hefur fyrirtækjunum tekist að næla sér í jákvæða fjölmiðlaumfjöllun og velvild. 

Taka litla áhættu með mótmælum

Hundruð fyrirtækja tilkynntu á dögunum að þau hygðust sniðganga Facebook við auglýsingakaup. Hefur myllumerkið #StopHateForProfit flogið mjög hátt frá því á miðvikudag, en með því vilja viðkomandi auglýsendur vekja athygli á falsfréttum og villandi upplýsingum á miðlinum. Eru forsvarsmenn miðilsins þar hvattir til endurskoða afstöðu sína í þeim málum.

„Með því að draga úr auglýsingum spara fyrirtækin peninga og taka auk þess litla áhættu með því að segjast ætla að sniðganga auglýsingar á miðlinum. Þannig tekst þeim að sækja sér jákvæða umfjöllun án þess að taka í raun mikla áhættu,“ er haft eftir Gerard Francis Corbett, auglýsingaráðgjafa. „Þetta er í raun áhættuminnsta leiðin fyrir forstjóra til að senda frá sér (pólítíska) yfirlýsingu.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK