Óvissa varðandi lífeyrissjóðina

Ljósmynd/Icelandair

Mikil óvissa er um mögulega aðkomu lífeyrissjóðanna að hlutafjárútboði Icelandair Group, sem hefst í dag, en þátttaka þeirra mun ráða úrslitum um hvort félaginu takist að sækja sér nýtt hlutafé að fjárhæð 20 milljarðar króna. Fjallað er um þetta í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins í dag.

„Fjórir stærstu lífeyrissjóðir landsins – Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE), LSR, Gildi og Birta – halda spilunum afar þétt að sér og hafa enn ekki gefið upp hvort, og þá að hversu miklu marki, þeir muni fjárfesta í útboði flugfélagsins.

Stjórnir sjóðanna, sem eru samanlagt með eignir upp á meira en þrjú þúsund milljarða, hafa boðað til fundar síðar í dag og snemma á morgun þar sem endanleg ákvörðun verður þá tekin um þátttöku í útboðinu.

Samkvæmt heimildum Markaðarins er mest óvissa um afstöðu LIVE og Gildis,“ segir í frétt Markaðarins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK