Farþegafjöldinn aðeins 3% miðað við í fyrra

Farþegar í september voru aðeins 3% af þeim fjölda sem …
Farþegar í september voru aðeins 3% af þeim fjölda sem félagið flutti í fyrra í sama mánuði. mbl.is/Árni Sæberg

Farþegafjöldi Icelandair í september var aðeins 3% af því sem hann var í sama mánuði í fyrra, eða tæplega 12 þúsund. Skipting farþega til Íslands og frá var nokkuð jöfn en tengiflug milli Evrópu og Norður-Ameríku var í algjöru lágmarki vegna ferðatakmarkana í Norður-Ameríku og á ytri landamærum Schengen-svæðisins. Fraktflutningar félagsins hafa þó dregist mun minna saman.

Í mánaðarlegum flutningatölum sem félagið birtir fyrir september kemur fram að farþegar hafi verið 11.869 í mánuðinum og sætanýting aðeins 45,5%. Það sem af er þessu ári hefur flugfélagið flutt 733.986 farþega. Er það fækkun um 79% frá sama tímabili í fyrra.

„Farþegafjöldi Icelandair í septembermánuði endurspeglar þær takmarkanir sem í gildi eru á landamærum hér á landi og áhrif þeirra á eftirspurn. Við höfum undirbúið félagið undir slíkar aðstæður og unnið markvisst að því á liðnum mánuðum að viðhalda þeim sveigjanleika sem til þarf til að bregðast hratt við breytingum á okkar mörkuðum á hverjum tíma,“ er haft eftir Boga Níls Bogasyni, forstjóra félagsins.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK