Innleiddu bankalausn hjá SBAB í Svíþjóð í fjarvinnu

Glatt á hjalla hjá starfsfólki Origo.
Glatt á hjalla hjá starfsfólki Origo. Ljósmynd/Aðsend

Starfsfólk hjá Origo og Applicon, dótturfélagi Origo í Svíþjóð, hefur lokið við innleiðingu á kjarnabankalausn fyrir SBAB banka, sem er fimmti stærsti útlánabanki veðlána til einstaklinga þar í landi.

„Um er að ræða afar umfangsmikið verkefni, en í nýjasta áfanga verkefnisins var innlánakerfi SBAB banka skipt út fyrir innlánakerfi frá SAP, sem Origo og Applicon hafa aðlagað að skandinavískum markaði. Í þessum áfanga unnum við að innleiðingu á rúmlega 400 þúsund innlánareikningum og gekk það vel,“ er haft eftir Einari Eiríkssyni forstöðumanni bankalausna hjá Origo.

„Einnig var skipt um greiðslumiðlunarlausn sem smíðuð var hjá Origo og Applicon. Lausnin sem um ræðir er FT (Financial Transactions) greiðsluvél sem sér um að miðla greiðslum til og frá banka um greiðsluleiðir, hvort sem þær eru í gegnum BgC í Svíþjóð, RB á Íslandi eða um alþjóðlega greiðslunetið SWIFT.“

Vegna Covid-19 fór innleiðingin fram í fjarvinnu á sex stöðum; þremur á Íslandi, í Reykjavík, Borgarnesi og á Selfossi og þremur í Svíþjóð, í Stokkhólmi, Karlstad og Malmö.


Einar segir að verkefnið fyrir SBAB banka í sé enn í gangi en í þessum mánuði var skrifað undir samning um einn umfangsmesta fasann við innleiðingu kjarnakerfisins, sem eru húsnæðislán til einstaklinga.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK