Fá ekki að leita til EFTA vegna lána Arion banka

Kröfu Neytendasamtakanna um að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins vegna ákvæða verðtryggðs veðskuldabréfs, sem tekin voru hjá Arion banka, var hafnað

Deilt er um hvort skilmálar Arion banka um útreikning vaxta standist lög um neytendalán, en þeim ber að beita og túlka í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins um lánssamninga fyrir neytendur. 

Um er að ræða fjórar spurningar sem Neytendasamtökin vildu því leggja fyrir EFTA-dómstólinn. Í niðurstöðu héraðsdóms var því alfarið hafnað og bent á að framsetning þeirra fæli í sér málsástæður eða gildishlaðna afstöðu til sakarefnisins. 

EFTA geti ekki veitt nánari leiðbeiningar

Önnur spurningin felur í sér forsendur, að mati dómsins, sem ekki verður séð að geti komið til álita við úrlausn málsins. Þar er þess beiðst að EFTA-dómstóllinn leysi úr álitaefni með hliðsjón af viðauka við tilskipun, sem Hæstiréttur hefur slegið föstu að hafi ekki lagagildi hér á landi. 

Aðrar spurningar voru taldar lúta að þýðingu einstaka dómsúrlausna og taldi héraðsdómur að það EFTA-dómstóllinn myndi ekki geta veitt nánari leiðbeiningar um túlkun þeirra dóma, en fælust í niðurstöðunum sjálfum. 

Síðasta spurningin sneri að túlkun íslenskra laga sem ekki hafa skírskorun í EES-samninginn og því hafnaði héraðsdómur því að leita álits EFTA-dómstólsins við túlkun á þeim lögum. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK