Rún nýr samskiptastjóri hjá Veitum

Rún Ingvars­dótt­ir, nýr samskiptastjóri Veitna.
Rún Ingvars­dótt­ir, nýr samskiptastjóri Veitna.

Rún Ingvars­dótt­ir hef­ur verið ráðin til Orkuveitu Reykjavíkur í teymi sérfræðinga samskipta- og samfélags, en það er eining sem heyrir undir forstjóra. Hún mun sinna upp­lýs­inga­mál­um og sam­skipt­um við fjöl­miðla fyrir Veitur, dótturfyrirtæki OR, og starfa þar sem samskiptastjóri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Áður hafði Ólöf S. Baldursdóttir gegnt stafi samskiptastjóra Veitna. Í tilkynningunni kemur fram að Rún muni einnig vinna að sjálfbærnimálum innan fyrirtækisins.
Rún kemur til OR frá Landsbankanum þar sem hún starfaði undanfarin sjö ár sem sérfræðingur í samskiptamálum. Þar áður starfaði hún sem fréttamaður á frétta­stofu RÚV frá ár­inu 2007. Rún er með MA-gráðu í alþjóðamálum frá Berkeley-há­skóla í Kali­forn­íu og BA-gráðu í mann­fræði og bók­mennta­fræði frá Há­skóla Íslands.

Samkvæmt svari frá Breka Logasyni, stjórnanda á sviði samskipta og samfélags hjá OR, starfa nú samtals sjö, að honum meðtöldum, á sviðinu.

Veitur eru stærsta veitufyrirtæki landsins, en veitusvæðið er að mestu á höfuðborgarsvæðinu, en einnig víða á Suður- og Vesturlandi. Lagnir og strengir eru alls 9.000 km að lengd. Veitur þjónusta ríflega 70% landsmanna á einn eða annan hátt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka