Meirihlutinn telur málið fullupplýst

Íslandsbanki og Alþingi.
Íslandsbanki og Alþingi. Samsett mynd

Eins og við mátti búast klofnaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í afstöðu sinni til skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars í fyrra. Telur meirihlutinn, sem skipaður er fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna, að málið sé að fullu upplýst. Minnihlutinn telur að Alþingi þurfi að skipa rannsóknarnefnd til að varpa betra ljósi á málið. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem var birt í nóvember sl. kom fram að standa hefði þurft betur að undirbúningi og framkvæmd sölunnar.

Að mati meirihluta nefndarinnar tókst salan heilt yfir vel, en einstaka hluta framkvæmdarinnar hefði þurft að framkvæma með vandaðri hætti. Þau atriði höfðu eftir sem áður ekki áhrif á niðurstöðu málsins, og ekkert gefi til kynna að lög eða reglur hafi verið brotnar við framkvæmd sölunnar af hálfu ráðherra eða Bankasýslunnar. Niðurstöður nefndarinnar verða til umræðu í þinginu í dag.

Álit meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK