Myllan í majónesið

Gunnars Majones er að líkingum til þekktasta vara Gunnar ehf. …
Gunnars Majones er að líkingum til þekktasta vara Gunnar ehf. Myllan mun hér eftir sjá um sölu á sósum fyrirtækisins.

Myllan-Ora ehf. hefur keypt Gunnar ehf, framleiðand hins víðfræga Gunnars majónes. Þetta kemur fram í tilkynningu þess efnis frá Myllunni.  

Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins sem gerði Kaupfélag Skagfirðinga afturreka með kaup á Gunnar ehf í janúar síðastliðnum. 

Gunnars majones var stofnað árið 1960 af hjónunum Gunnari Jónssyni og Sigríði Regínu Waage. Félagið varð gjaldþrota árið 2014 en Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir keypti vörumerkið í kjölfarið. Hafa ýmsar sósur undir merkjum Gunnars verið framleiddar og seldar í verslunum. 

Haft er eftir Hermanni Stefánsson, forstjóra Myllunnar-Ora í tilkynningu að hann telji „áhugaverð tækifæri felast í kaupunum. Vörumerkið Gunnars sé rótgróið íslenskt vörumerki sem styrki vöruframboð Myllunnar-Ora, auk samlegðar við rekstur fyrirtækisins. Innlend matvælaframleiðsla á undir högg að sækja í krefjandi umhverfi og kaupin á Gunnars eru til þess fallin að styrkja undirliggjandi rekstur og þannig grundvöll innlendrar matvælaframleiðslu,“ segir í tilkynningu. 

Kaupverð er ekki uppgefið í tilkynningu en samkvæmt frétt Fréttablaðsins um málið nemur kaupverðið 600 milljónum króna. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK