Írar stefna á að auka fiskeldi

Fiskeldi. Mynd úr safni.
Fiskeldi. Mynd úr safni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Írsk stjórnvöld stefna að því að stórauka matvælaframleiðslu sína á næstu árum. Hluti af þeirri áætlun er að auka fiskeldi, sem þegar gegnir veigamiklu hlutverki á Írlandi og ekki síst í dreifbýli.

Þetta kom fram í ræðu Michael Creed, landbúnaðar-, matvæla- og sjávarútvegsráðherra Írlands, á ráðstefnu Global Aquaculture Alliance í Dyflinni á Írlandi fyrr í mánuðinum. Fréttavefurinn SeafoodSource greinir frá en vísað er í ræðuna á vef Landssambands fiskeldisstöðva.

„Fiskeldi og sjávarútvegur eru mikilvægur hluti af hagkerfi Írlands og fyrirtækin eru almennt staðsett á tiltölulega afskekktum stöðum og við strandlengjuna, þar sem tækifæri til uppbyggingar á sjálfbærri atvinnustarfsemi eru takmörkuð,“ sagði ráðherrann.

Benti hann á að vöxtur í fiskeldi á Írlandi hefði verið nokkur á síðustu árum, „en okkur er ljóst að við þurfum að vaxa hraðar á þessu sviði.“

Straumlínulaga fyrirkomulag leyfa

Fram kemur að stjórnvöld landsins hafi stefnt saman 35 hagsmunaaðilum á sviði fiskeldis, landbúnaðar og fiskveiða og -vinnslu, sem fengið hafi það verkefni að setja fram áætlun um aukna matvælaframleiðslu á næstu tíu árum.

Með henni sé stefnt að því að auka matvælaframleiðsluna um 60 prósent á þessum tíma og að útflutningurinn vaxi um 85%, auk þess sem störfum verði fjölgað um 23 þúsund á þessu sviði. 

Sagði ráðherrann mikilvægt að fara í ofan í kjölinn á öllu því fyrirkomulagi leyfa sem snýr að fiskeldinu. Írsk stjórnvöld væru staðráðin í því að straumlínulaga það og á sama tíma varðveita náttúru landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg
19.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 908 kg
Samtals 908 kg
19.9.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 347 kg
Skarkoli 286 kg
Langlúra 106 kg
Þorskur 34 kg
Steinbítur 20 kg
Þykkvalúra 14 kg
Skrápflúra 14 kg
Karfi 13 kg
Sandkoli 9 kg
Samtals 843 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg
19.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 908 kg
Samtals 908 kg
19.9.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 347 kg
Skarkoli 286 kg
Langlúra 106 kg
Þorskur 34 kg
Steinbítur 20 kg
Þykkvalúra 14 kg
Skrápflúra 14 kg
Karfi 13 kg
Sandkoli 9 kg
Samtals 843 kg

Skoða allar landanir »