„Mikil vonbrigði fyrir Ísland“

Deilt er um karfaveiðar við Reykjaneshrygg.
Deilt er um karfaveiðar við Reykjaneshrygg. mbl.is/Þorgeir

Ekki náðist samkomulag á ársfundi Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins um að stöðva veiðar á karfa á Reykjaneshrygg, þrátt fyrir að fulltrúar Íslands hafi lagt áherslu á að svo yrði gert. Andstaða Rússa veldur þessu en stjórnvöld þar í landi viðurkenna ekki ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins um að engar veiðar skuli stundaðar þar næsta ár.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um gang fundarins, sem lauk í dag. Segir þar að þessi niðurstaða sé sem fyrr „mikil vonbrigði fyrir Ísland“.

Greint er frá því að samþykkt hafi verið tillaga ESB og Danmerkur, fyrir hönd Færeyja og Grænlands, um takmarkaðar veiðar eða sem nemur 6.500 tonnum - 1.000 tonnum minna en í ár.

Sem fyrr muni Rússland þó setja sér einhliða kvóta langt umfram þessa viðmiðun.

Rússnesk skip í Hafnarfjarðarhöfn. Mynd úr safni.
Rússnesk skip í Hafnarfjarðarhöfn. Mynd úr safni. mbl.is/Jim Smart

Framlengja svæðislokanir

Þá kemur fram að ekkert hafi verið samþykkt á fundi ráðsins um deilistofnana, síld, kolmunna og makríl, þar sem ekki liggi fyrir samkomulag um veiðar á þeim. Samþykkt hafi þó verið að framlengja svæðalokanir vegna viðkvæmra vistkerfa, s.s. kóralla, auk þess sem eitt af lokuðu svæðunum var stækkað á grundvelli ráðgjafar Alþjóðahafrannsóknaráðsins.

Fundurinn samþykkti tillögu Íslands og Noregs um aukna varúð við stjórn veiða á djúpsjávartegundum utan lögsagna ríkja, auk þess sem settur verður á fót vinnuhópur sem fjalla skal um samspil fiskveiðistjórnunar á úthafinu við vernd viðkvæmra vistkerfa á landgrunni sem tilheyra strandríki.

Fjögur ríki auk ESB

Ársfundur ráðsins var sá 36. í röðinni og fór fram í Lundúnum. Ráðið fer með stjórn fiskveiða utan lögsagna einstakra ríkja á Norðaustur-Atlantshafi. Aðild að því eiga Danmörk (f.h. Færeyja og Grænlands), Evrópusambandið, Ísland, Noregur og Rússland. Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu fór fyrir íslensku sendinefndinni á fundinum.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.3.18 209,28 kr/kg
Þorskur, slægður 22.3.18 259,08 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.3.18 248,28 kr/kg
Ýsa, slægð 22.3.18 228,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.3.18 71,52 kr/kg
Ufsi, slægður 22.3.18 84,10 kr/kg
Djúpkarfi 19.3.18 50,00 kr/kg
Gullkarfi 22.3.18 140,39 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.3.18 225,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.18 Blíða SH-277 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 3.110 kg
Samtals 3.110 kg
22.3.18 Finnbjörn ÍS-068 Dragnót
Þorskur 2.574 kg
Skarkoli 819 kg
Ýsa 81 kg
Steinbítur 77 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 5 kg
Samtals 3.556 kg
22.3.18 Erla AK-052 Handfæri
Þorskur 762 kg
Samtals 762 kg
22.3.18 Bergur Sterki HU-017 Handfæri
Þorskur 1.234 kg
Samtals 1.234 kg
22.3.18 Edda NS-113 Grásleppunet
Grásleppa 903 kg
Þorskur 279 kg
Skarkoli 25 kg
Samtals 1.207 kg

Skoða allar landanir »