Skrýtið ef ekki verður bætt við

Í brúnni. Róbert Axelsson, fyrsti stýrimaður, og Guðlaugur Jónsson skipstjóri …
Í brúnni. Róbert Axelsson, fyrsti stýrimaður, og Guðlaugur Jónsson skipstjóri á Venusi NS. Myndin er tekið er skipið kom til nýtt til landsins vorið 2015. mbl.is/Jón Sigurðsson

Ágætlega hefur gengið á loðnuvertíðinni til þessa, en skipin voru í gær austur af Héraðsflóa. Óljóst er hvort bætt verður við upphafskvótann, en loðnuleiðangur stendur yfir. Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á Venusi NS, segir að fyrir helgi hafi mönnum virst sem væri að bætast í loðnugönguna og segist gera sér vonir um að kvótinn verði aukinn. Annað væri skrýtið miðað við rannsóknir síðasta haust.

Rannsóknaskipin luku í gær fyrstu yfirferð í mælingum á loðnugöngum. Reiknað var með að Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson biðu af sér brælu inni á Ísafirði þar til annað kvöld, en grænlenska vinnsluskipið Polar Amaroq, sem tekur þátt í leiðangrinum, færi til löndunar í Neskaupstað.

Rannsóknaskipin halda næstu daga austur með Norðurlandi til að endurtaka mælingu og kanna hvort bæst hefur í göngurnar. Að þeirri yfirferð lokinni tekur sameining gagna, úrvinnsla og útreikningar við áður en ljóst verður hvort bætt verður við upphafskvótann.

Óvissa í útgerðinni

Verðmætustu afurðir loðnunnar eru hrognin sem fást í lok vertíðar í byrjun mars ef að líkum lætur. Því verða útgerðir að vega og meta hversu mikið á að skilja eftir þar til í lokin. Verður bætt í og þá hversu miklu? Svör við þessum spurningum liggja ekki fyrir, en fyrir útgerðir frá Þórshöfn og suður með Austfjörðum hefur verið hagsætt að sækja loðnuna síðustu daga og stutt á miðin.

Alla útgerðir uppsjávarskipa eru byrjaðar á loðnu að undanskildum skipum Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Hoffellið SU hefur reyndar verið á veiðum á íslenskri sumargotssíld og fékk um 500 tonn í Faxaflóadýpi í síðustu viku.

Framboð frá Íslandi og Noregi

Nokkur óvissa er með verð fyrir loðnuafurðir og verð á frystum afurðum hefur lækkað frá síðasta ári. Búist er við talsverðu framboði úr Barentshafi auk Íslands og margir kaupendur halda að sér höndum. Ágætt verð hefur hins vegar fengist fyrir mjöl og lýsi og mikið af loðnuaflanum á vertíðinni til þessa farið í bræðslu. Miðað við fyrirhöfn og áhættu virðist bræðsla ekki slæmur kostur.

Þeir á Venusi komu inn til Vopnafjarðar með um tvö þúsund tonn í gærmorgun og var áætlað að löndun lyki í nótt, en hluti aflans átti að fara í frystingu. Aflann fengu þeir í trollið í sex holum á tveimur sólarhringum. Aflinn fæst að stærstum hluta að deginum, en dreifir sér yfir nóttina.

Gengur hratt suður á bóginn

Guðlaugur skipstjóri segir að fyrstu daga vertíðar hafi útlitið ekki verið neitt sérstakt, en fiskurinn gangi hratt suður á bóginn í mjóum röndum og erfitt sé að meta hversu mikið sé á ferðinni. Fyrir helgi hafi hins vegar sést töluvert af loðnu og svo hafi virst sem væri að bætast við.

Guðlaugur fór fyrst á loðnu sem háseti árið 1970, þá sem háseti á Ásgeiri RE, skipi Ísbjarnarins. Hann var spurður á hvern hátt þessi vertíð væri frábrugðin þeim síðustu. „Í fyrra og 2-3 síðustu ár gekk loðnan miklu grynnra, en nú gengur hún sína hefðbundnu slóð fyrir utan kantana og suður eftir. Síðustu ár gekk hún meira upp á grunnin, sem var mikil breyting. Kannski er sjórinn kaldari en í fyrra,“ segir Guðlaugur.

Ítarlegri umfjöllun má finna á síðu 10 í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 501,11 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 249,57 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 404,77 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.24 48,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Hróðgeir Hvíti NS 89 Handfæri
Þorskur 39 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 48 kg
20.9.24 Hafdís SK 4 Dragnót
Skarkoli 3.600 kg
Þorskur 1.308 kg
Ýsa 299 kg
Sandkoli 175 kg
Steinbítur 150 kg
Samtals 5.532 kg
20.9.24 Falkvard ÍS 62 Handfæri
Þorskur 539 kg
Ufsi 398 kg
Karfi 18 kg
Samtals 955 kg
20.9.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 3.675 kg
Ýsa 2.212 kg
Ufsi 76 kg
Steinbítur 43 kg
Karfi 3 kg
Samtals 6.009 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 501,11 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 249,57 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 404,77 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.24 48,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Hróðgeir Hvíti NS 89 Handfæri
Þorskur 39 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 48 kg
20.9.24 Hafdís SK 4 Dragnót
Skarkoli 3.600 kg
Þorskur 1.308 kg
Ýsa 299 kg
Sandkoli 175 kg
Steinbítur 150 kg
Samtals 5.532 kg
20.9.24 Falkvard ÍS 62 Handfæri
Þorskur 539 kg
Ufsi 398 kg
Karfi 18 kg
Samtals 955 kg
20.9.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 3.675 kg
Ýsa 2.212 kg
Ufsi 76 kg
Steinbítur 43 kg
Karfi 3 kg
Samtals 6.009 kg

Skoða allar landanir »