Örfirisey bilaði aftur

Togarinn Örfirisey.
Togarinn Örfirisey. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Örfirisey RE er nú í höfn í Hammerfest í Norður-Noregi en þangað kom frystitogarinn um helgina eftir að vart varð við enn eina bilunina í vélbúnaði skipsins.

Frystitogarinn Kleifaberg ÓF dró Örfirisey til hafnar, að því er kemur fram á vef HB Granda.

Þar segir Herbert Bjarnason, tæknistjóri skipa HB Granda, ljóst að eitthvað hafi misfarist þegar aðalvél Örfiriseyjar var tekin upp á vegum framleiðenda vélbúnaðarins fyrir áramótin. Það skýri einnig bilunina sem varð fyrir rúmri viku síðan.

„Eftir að Örfirisey lét úr höfn síðasta föstudag var, eins og í sambærilegum tilfellum, fylgst vel með þeim búnaði sem gert hafði verið við og var ekki neitt athugavert að sjá. Á laugardagsmorgun varð síðan vart við mikinn hita í tímagírnum og var um leið drepið á aðalvél. Við skoðun kom í ljós að bilunin var sú sama og hafði valdið síðasta tjóni, þ.e.a.s. að lega á millitannhjóli var úrbrædd,“ segir Herbert á vef HB Granda.

Hann segir að skipið hafi þá verið statt um 30 sjómílur norður af Hammerfest í Noregi og hafi Kleifabergið verið fengið til að draga skipið upp að landi þar sem dráttabátur tók við því og fór með það til hafnar í Hammerfest.

„Þegar farið var að taka búnaðinn í sundur kom í ljós að orsakavaldurinn núna er bilun í þrýstilegu á kambásnum. Bilunin veldur því að ásinn getur færst langsum í vélinni og valdið óeðlilegri þvingun á tannhjólin í tímagírnum. Verið er að vinna í að meta tjónið en talið er að skipta þurfi um kambás ásamt öllum tannhjólum, legum og öxlum í tímagír,” segir Herbert.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.3.18 210,42 kr/kg
Þorskur, slægður 16.3.18 262,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.3.18 235,40 kr/kg
Ýsa, slægð 16.3.18 239,53 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.3.18 75,81 kr/kg
Ufsi, slægður 16.3.18 39,57 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.18 33,00 kr/kg
Gullkarfi 16.3.18 165,92 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 9.3.18 326,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.3.18 Klettur ÍS-808 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 5.105 kg
Samtals 5.105 kg
17.3.18 Benni SU-065 Lína
Steinbítur 470 kg
Keila 179 kg
Þorskur 78 kg
Hlýri 43 kg
Ýsa 37 kg
Karfi / Gullkarfi 9 kg
Samtals 816 kg
17.3.18 Jóhanna G ÍS-056 Landbeitt lína
Steinbítur 1.948 kg
Ýsa 100 kg
Þorskur 38 kg
Skarkoli 30 kg
Samtals 2.116 kg
17.3.18 Jónína Brynja ÍS-055 Landbeitt lína
Þorskur 478 kg
Samtals 478 kg

Skoða allar landanir »