Íslendingar þurfi að vanda til verka

Fiskeldi á landi. Ólafur segir Íslendinga seint geta keppt á …
Fiskeldi á landi. Ólafur segir Íslendinga seint geta keppt á markaði með eldisfisk í magni, aðeins í gæðum sé það mögulegt. Regnbogasilungur sé þá álitlegur mbl.is/Árni Sæberg

Eldi fjölda tegunda hefur verið reynt á Íslandi, ýmist á landi eða í sjó, með heldur misgóðum árangri. Ólafur Sigurgeirsson, lektor við Háskólann á Hólum, hefur skoðað þennan árangur og fjallaði um sínar niðurstöður í erindi á ráðstefnunni Strandbúnaði 2018 í mars.

„Ég fór lauslega yfir reynslusögur nokkurra eldistegunda sem reyndar hafa verið og kom inn á almennar forsendur og skilyrði fyrir eldi. Með jarðhita, jarðsjó og gnægð ferskvatns getum við tæknilega séð útbúið aðstæður fyrir hvaða eldistegund sem er í eldisrými á landi. En í slíku eldi er mikil fjárfesting og rekstrarkostnaður hár og því verða tegundirnar að vera verðmætar svo við stöndumst samkeppni,“ segir Ólafur í samtali við 200 mílur.

Bætir hann við að sér hugnist mjög eldi á regnbogasilungi, eftir að hafa farið yfir aðrar þær tegundir en lax og bleikju sem reynt hefur verið að ala á Íslandi.

Ólafur Sigurgeirsson, lektor við Háskólann á Hólum.
Ólafur Sigurgeirsson, lektor við Háskólann á Hólum.

Lenti í andstreymi um miðja öld

„Ég hef furðað mig á hvers vegna regnbogasilungur er ekki alinn víðar hér á landi, í fersku vatni, sem við eigum jú nóg af. Hann er frábær fiskur, bæði mjög auðveldur í eldi og gefur af sér afbragðs matvæli. Þeir sem hafa lesið sér til um söguna vita að regnbogasilungurinn var fluttur hér inn árið 1951 af Skúla Pálssyni á Laxalóni, sem hugðist ala hann að danskri fyrirmynd. Skúli lenti strax í andstreymi, bæði við opinbera aðila og leikmenn, sem óttuðust að fiskurinn gæti gert usla í íslensku lífríki,“ segir Ólafur.

„Ef til vill var mönnum enn í fersku minni þegar minkurinn var fluttur inn á fjórða áratugnum. En þetta var ástæðulaus hystería enda getur regnbogasilungur ekki fjölgað sér í íslenskri náttúru. Núna framleiða Danir 35 til 40 þúsund tonn af þessum fiski, sem dæmi. Ég velti stundum fyrir mér hvernig íslenskt fiskeldi hefði þróast hefði Skúli fengið stuðning og hvatningu við merkilegt framtak sitt á sínum tíma, en ekki verið haldið í skefjum.“

Bæjarlækur gefur tækifæri

Bleikju segir hann einnig góðan kost við íslenskar aðstæður.

„Hún er auðvitað mjög góður fiskur líka og þolir í raun kaldara vatn en regnbogasilungurinn og hentar okkar aðstæðum vel. Þótt við séum að ala þó nokkurt magn af bleikju finnst mér sömuleiðis skrýtið að það skuli ekki einnig hafa þróast meira út í eldi á smáum skala. Það eru fáeinir aðilar sem framleiða þessi 4.300 tonn hérlendis, þar af einn langstærstur. En þeir sem eiga land og eiga bæjarlæk sem rennur ófrosinn árið um kring hafa tækifæri á bleikjueldi,“ segir Ólafur.

„Auðvitað þarf talsvert vatn en hægt er að þróa aðstæðurnar og nýta vatnið og varmann vel. Við getum meðal annars nýtt okkur reynslu Dana af regnbogasilungseldi í þessum efnum, en þar eru víða komin upp endurnýtingarkerfi sem minnka vatnsnotkunina mikið og fá jafnframt meira út úr framleiðslunni. Þótt tilkostnaður sé meiri í upphafi en í gegnumrennsli verður framleiðslan meiri og stöðugri. Eldi í endurnýtingarkerfum hefur þróast mikið síðustu ár. Meðhöndlun frárennslis og úrgangs er einfalt tæknilegt úrlausnarefni. Hjá Dönunum er vatnið í sumum tilvikum hreinna þegar það fer frá fiskeldisstöðinni en það var þegar það streymdi inn í hana,“ segir Ólafur.

„Ég hefði haldið að mörgum dilkakjötsframleiðandanum kæmi nú vel að ala jafnhliða eins og 20 til 50 tonn af bleikju með vatni úr bæjarlæknum, ekki síst í ljósi þess að fiskneysla fer hvarvetna vaxandi og mælt er sérstaklega með henni.“

Fiskeldi á Vestfjörðum. Ólafur segir verð á þorski ekki nægilega …
Fiskeldi á Vestfjörðum. Ólafur segir verð á þorski ekki nægilega hátt til að eldi borgi sig.

Enginn skerjagarður hér

Ólafur bendir á að aðstæður við strendur Íslands fyrir eldi í sjó séu erfiðar.

„Það blasir við og fréttir undanfarið styðja þá skoðun, fyrir laxfiska að minnsta kosti, því sjávarhitinn er bæði lágur og sveiflukenndur. Við höfum ekki skerjagarð og lítið um skjólgóða firði á við þá sem eru í Noregi. Færeyingar stunda samt auðvitað fiskeldi án þess að njóta nokkurs skerjagarðs, en þar er sjávarhiti töluvert miklu hærri og stöðugri en hér. Þegar sjávarhiti er kominn undir 2°C er ástandið orðið krítískt og á mörkunum fyrir lax og regnbogasilung,“ segir Ólafur.

„Nú er verið að framleiða 2,3 milljónir tonna af Atlantshafslaxi og gríðarlega hörð samkeppni ríkir í geiranum. Þess vegna verðum við að reyna að nýta okkar aðstæður á landi betur og það getum við, með því að tvinna saman eldi á landi og eldi í sjókvíum, eins og menn eru byrjaðir að gera. Þetta er að þróast yfir í að ala laxinn lengur og gera hann stærri á landi áður en hann fer í sjó, en hann þolir aðstæðurnar almennt betur eftir því sem hann er stærri. Þetta dregur einnig úr áhættu í kvíaeldinu.“

Þorskeldið „átti ekki séns“

Rifjar Ólafur upp að þorskeldi hafi lengi verið draumur margra vegna minnkandi afla. Verðið hafi þó á endanum reynst alltof lágt til að svara framleiðslukostnaði.

„Hann hefur náttúrlega alltaf verið okkar meginstoð í veiðunum. Svo fórum við í kjölfarið á Norðmönnum og Kanadamönnum og reyndum okkur við þorskeldi, en það átti ekki séns eins og maður segir. Í fyrsta lagi vegna þess að verð á þorski er tæplega nógu hátt til að það dugi fyrir framleiðslukostnaði, en það lækkaði reyndar fljótlega eftir að eldið hófst hér við land vegna aukins framboðs frá veiðum í Barentshafi,“ segir Ólafur.

„Eins reyndist ekki sá verðmunur á eldisþorski og villtum þorski sem menn vonuðust eftir, þrátt fyrir mikil gæði eldisþorsksins sem komst í sláturstærð.

En þorskurinn hefur einnig reynst býsna snúinn í eldi. Lykillinn í öllu eldi er að menn ráði við allan lífsferil fisksins, alveg frá klakfiski, hrognatöku, meðferð hrogna, frumfóðrun lirfa og seiða, og síðan áframeldi alveg fram í slátrun. Í þorskeldinu réðu menn ekki mjög vel við seiðaeldið, mikil afföll voru við frumfóðrun og seiðagæðin lítil. Þegar til átti að taka var seiðaframboðið allt of lítið og þau voru of dýr í framleiðslu á móti of lágu afurðaverði. Seiðaeldið gekk eitthvað betur í Noregi reyndar, þar sem fram fóru meiri rannsóknir og seiðin voru að verulegu leyti alin í endurnýtingarkerfum. Mörg fleiri ljón urðu á veginum í þorskeldinu, svo sem kynþroski smáfisks, sjálfrán og sjúkdómar, og nú eru allir hættir.“

Bendir hann á að svar hvatamanna í þorskeldinu við þessum vanda hafi verið að ráðstafa tugum milljóna í kynbætur á þorski.

„Það er í sjálfu sér svolítið gagnrýnivert, finnst mér. Maður getur spurt sig hvort skynsamlegt hafi verið að hefja kostnaðarsamar kynbætur á dýrategund, þegar þú ræður ekki nægilega vel við að fjölga henni. Eins voru mörg önnur vandamál óleyst. En ef afföllin eru mikil af óútskýrðum ástæðum á fyrstu stigum eldis, hvað ertu þá að kynbæta?“ spyr hann og bætir við að hann hafi þó ekki vikið að þessu í erindi sínu á ráðstefnunni. „Maður má ekki alltaf vera neikvæði karlinn með kjaftinn á lofti.“

Íslendingar þurfi að standa sig vel í fiskeldi, vanda sig, og framleiða góða vöru ef þeir ætla að standast samkeppni.

„Við getum og höfum komið okkur upp vissum gæðastimplum, til dæmis um vistvæna framleiðslu og gæðavottanir til að standast ströngustu kröfur neytenda. Þá fæst ákveðið álag á verðið. Það er okkur nauðsynlegt þar sem við getum seint keppt á markaði með eldisfisk í magni, aðeins í gæðum. Bleikjuframleiðsla í heiminum er innan við tíu þúsund tonn. Við eigum örugglega mikla möguleika á að auka við bleikjueldið enda er bleikja fiskurinn sem hentar okkar aðstæðum einna best. Við getum líka framleitt gæðaregnbogasilung, í það minnsta fyrir innanlandsmarkað.“

Viðtalið í heild sinni birtist í nýjasta sjávarútvegsblaði 200 mílna, sem fylgdi Morgunblaðinu föstudaginn 6. apríl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 607,30 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 382,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 278,20 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 305,83 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Sævík GK 757 Lína
Þorskur 16.879 kg
Hlýri 195 kg
Keila 152 kg
Karfi 23 kg
Steinbítur 12 kg
Ýsa 7 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 17.273 kg
20.9.24 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 26.825 kg
Ýsa 12.604 kg
Skarkoli 1.693 kg
Steinbítur 784 kg
Ufsi 548 kg
Sandkoli 375 kg
Þykkvalúra 373 kg
Karfi 315 kg
Skötuselur 276 kg
Hlýri 146 kg
Langa 61 kg
Keila 13 kg
Langlúra 7 kg
Blálanga 6 kg
Djúpkarfi 2 kg
Samtals 44.028 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 607,30 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 382,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 278,20 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 305,83 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Sævík GK 757 Lína
Þorskur 16.879 kg
Hlýri 195 kg
Keila 152 kg
Karfi 23 kg
Steinbítur 12 kg
Ýsa 7 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 17.273 kg
20.9.24 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 26.825 kg
Ýsa 12.604 kg
Skarkoli 1.693 kg
Steinbítur 784 kg
Ufsi 548 kg
Sandkoli 375 kg
Þykkvalúra 373 kg
Karfi 315 kg
Skötuselur 276 kg
Hlýri 146 kg
Langa 61 kg
Keila 13 kg
Langlúra 7 kg
Blálanga 6 kg
Djúpkarfi 2 kg
Samtals 44.028 kg

Skoða allar landanir »