„Dveljum ekki við þessa mynd“

Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva.
Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hægur og stígandi vöxtur er í fiskeldi á Íslandi, segir Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva. Hann gefur lítið fyrir efni myndarinnar „Undir yfirborðinu“, sem Ríkissjónvarpið sýndi á sunnudag.

Í myndinni var fjallað um laxeldi í sjókvíum með áherslu á þau umhverfisáhrif sem af því geta hlotist, en óhætt er að segja að dregin hafi verið upp dökk mynd af þessari atvinnugrein. Einar segist þó ekki hafa orðið var við mikla óánægju innan raða sambandsins.

„Þessi mynd er áróðursmynd og til hennar var stofnað með það í huga, allt frá upphafi. Útkoman er eftir því og í samræmi við það sem við bjuggumst við; einhliða málflutningur gegn fiskeldi,“ segir Einar í samtali við 200 mílur. „Við dveljum því ekki sérstaklega við þessa mynd, frekar en flestir aðrir.“

Í samræmi við ríkjandi stefnu

Einar segir það ljóst að atvinnugreinin hafi fest rækilega rætur á Íslandi og af því séu menn stoltir.

„Ef útflutningur í fiskeldi er borinn saman við útflutningsverðmæti sjávarútvegsins þá er hann þar í þriðja sæti á eftir þorski og loðnu. Það er því hægur en stígandi vöxtur í gangi,“ segir Einar og bendir á að sú þróun einskorðist ekki við Ísland.

„Þessi atvinnugrein er orðin stór hluti af matvælaframleiðslu í öllum heiminum. Heildarframleiðsla á laxi í heiminum nam um 2,5 milljónum tonna á síðasta ári og til urðu úr því alls 17,5 milljarðar máltíða. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur þá hvatt til aukins fiskeldis og í sömu átt stefna þær þjóðir þar sem fiskeldi er þegar stundað,“ segir Einar.

„Okkar stefna er í samræmi við þá stefnu sem segja má að sé ríkjandi í heiminum.“

Bent hefur verið á að varla sé til sú próteinframleiðsla ...
Bent hefur verið á að varla sé til sú próteinframleiðsla sem skilji eftir sig jafnlítið kolefnisfótspor og fiskeldi. mbl.is/Helgi Bjarnason

Áhættan bundin við fáar ár

Einar bendir á að ólíku sé saman að jafna, aðstæðum eldis í kvíum í Noregi og Skotlandi og svo aðstæðum hér, eins og gert hafi verið í myndinni.

„Hafrannsóknastofnun hefur bent á það að þetta sé tvennt ólíkt, þar sem í þessum löndum er fiskeldi meðal annars stundað nærri árósum. Hér á landi er einn og hálfur áratugur síðan ákveðið var að fiskeldi færi nær eingöngu fram á Vestfjörðum og á hluta Austfjarða, fjarri laxveiðiám. Áhættumat stofnunarinnar, sem kynnt var í fyrra, sýnir árangurinn af þessu, en hættan á erfðablöndun við villta laxfiska er þar sögð bundin við þrjár til fjórar ár.“

Skynsamleg stefna mörkuð

Segir hann forsvarsmenn fyrirtækja í atvinnugreininni telja eðlilegast að fiskeldi sé byggt upp á grundvelli vísindalegrar þekkingar.

„Það var niðurstaða í stefnumótunarnefnd sem skilaði áliti sínu í ágúst síðastliðnum, að svo skyldi gert. Að því verki komu fulltrúar eldisfyrirtækja, veiðifélaga, umhverfisráðuneytisins og loks sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Ég tel að þetta sé skynsamleg stefna, sem þarna var komist að sameiginlegri niðurstöðu um.“

Bent hefur verið á að varla sé til sú próteinframleiðsla sem skilji eftir sig jafnlítið kolefnisfótspor og fiskeldi.

„Í heimi þar sem við glímum við þung kolefnisfótspor víða þá skiptir það miklu máli, eins og fjöldi alþjóðastofnana hefur vísað til.“

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.19 307,32 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.19 369,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.19 310,48 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.19 300,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.19 89,64 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.19 132,42 kr/kg
Djúpkarfi 22.1.19 199,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.19 233,58 kr/kg
Litli karfi 22.1.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.1.19 223,47 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.19 Þorleifur EA-088 Þorskfisknet
Þorskur 8.249 kg
Ufsi 2.792 kg
Karfi / Gullkarfi 686 kg
Ýsa 88 kg
Samtals 11.815 kg
22.1.19 Sandfell SU-075 Lína
Ýsa 1.097 kg
Þorskur 336 kg
Langa 49 kg
Steinbítur 40 kg
Keila 10 kg
Ufsi 6 kg
Samtals 1.538 kg
22.1.19 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Langa 63 kg
Keila 28 kg
Þorskur 17 kg
Steinbítur 12 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 125 kg

Skoða allar landanir »