Skýrari línur í Eyjum

Skammstöfunin VSV hefur fylgt fyrirtækinu lengi.
Skammstöfunin VSV hefur fylgt fyrirtækinu lengi. mbl.is/Árni Sæberg

Í Vestmannaeyjum eru hjól atvinnulífsins tekin að snúast á ný eftir hina árlegu Þjóðhátíð. Hjá Vinnslustöðinni horfa menn aftur til hafs á sama tíma og nafni sölufélags útgerðarinnar hefur verið breytt.

„Nú erum við að fara á fulla ferð aftur. Bátarnir eru að komast á miðin og við setjum aftur í efsta gír,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. „Við tókum nú gott hlé yfir Þjóðhátíð. Það þýðir ekki bara að afla, heldur verður líka að eyða, og þá skiptir ekki bara máli að vinna, heldur líka að skemmta sér,“ segir Brynjar léttur í bragði er blaðamaður slær á þráðinn til hans.

Tilefnið er sú ákvörðun útgerðarinnar, sem greint var frá á þriðjudag, að breyta nafni sölufélags fyrirtækisins úr About Fish og yfir í VSV Seafood Iceland. Verður nöfnum erlendra sölufélaga einnig samhliða breytt úr About Fish í VSV. Er breytingin sögð styrkja heitið VSV í markaðsstarfi félagsins, enda tengist það betur framleiðsluhluta þess.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri VSV.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri VSV.

Fylgt fyrirtækinu lengi

„Fyrst og fremst var þetta gert til að skýra línurnar,“ segir Brynjar. „Mörgum þeim sem versla við okkur hefur fundist eins og einhver aðili væri kominn þarna á milli í viðskiptunum, en við erum auðvitað alltaf að selja vörur undir merkjum VSV og þá er bara eðlilegt að besta sölufyrirtækið heiti líka VSV,“ bætir hann við. „Þá verður enginn ruglingur.“

Skammstöfunin VSV hefur enda fylgt fyrirtækinu lengi, eins og Brynjar greinir frá:

„Allt frá upphafi hefur þetta verið kallað VSV hér í Vestmannaeyjum, en í fyrstu hét fyrirtækið Vinnslu- og sölumiðstöð Vestmannaeyja og var þá kaupfélag líka. Svo var það stytt niður í Vinnslustöð Vestmannaeyja og alla tíð hefur VSV haldið sér. Í raun má segja að þetta sé vestmannaeysk málvenja sem fylgt hefur fyrirtækinu, og við höfum sett vörur okkar undir það merki.“

„Nú erum við að fara á fulla ferð aftur,“ segir …
„Nú erum við að fara á fulla ferð aftur,“ segir Brynjar. mbl.is/Ófeigur

Aftur í hefðbundið mynstur

En eins og áður sagði horfir hugur þeirra hjá VSV til hafs á ný eftir hátíðina árlegu. „Það þarf að keyra hjól atvinnulífsins af stað eftir gleði helgarinnar,“ segir Brynjar og bætir við að uppsjávarskipunum hafi verið stefnt út á makrílveiðar.

„Svo eru humarbátarnir á humri, þar sem veiðin hefur verið aðeins betri undanfarið en hún var fyrr í sumar. Botnfiskskipin eru svo auðvitað á botnfiskveiðum, þannig að þetta er allt komið aftur í hefðbundið mynstur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 309 kg
Þorskur 268 kg
Karfi 111 kg
Steinbítur 38 kg
Ufsi 16 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 747 kg
19.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 1.488 kg
Keila 367 kg
Ýsa 62 kg
Steinbítur 58 kg
Karfi 25 kg
Samtals 2.000 kg
19.9.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 3.183 kg
Ýsa 1.120 kg
Keila 155 kg
Langa 50 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 4.545 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 309 kg
Þorskur 268 kg
Karfi 111 kg
Steinbítur 38 kg
Ufsi 16 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 747 kg
19.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 1.488 kg
Keila 367 kg
Ýsa 62 kg
Steinbítur 58 kg
Karfi 25 kg
Samtals 2.000 kg
19.9.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 3.183 kg
Ýsa 1.120 kg
Keila 155 kg
Langa 50 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 4.545 kg

Skoða allar landanir »