Færri handbeita línuna í landi

Beitning í Bolungarvík.
Beitning í Bolungarvík. Mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Færri útgerðir hafa nýtt sér línuívilnun á síðustu misserum en áður og ákvað sjávarútvegsráðherra í sumar að minnka það magn sem fer í línuívilnun á nýbyrjuðu fiskveiðiári. Við þá ákvörðun var tekið mið af nýtingu ívilnunar á fiskveiðiárinu sem lauk 31. ágúst.

Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða eru 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund dregin af leyfilegum heildarafla til að mæta áföllum, til stuðnings byggðarlögum, til línuívilnunar, til strandveiða, til rækju- og skelbóta, frístundaveiða og til annarra tímabundinna ráðstafana til að auka byggðafestu.

Nánast óbreytt í öðrum pottum

Litlar breytingar eru í ár í öðrum flokkum en línuívilnun. Á þessu fiskveiðiári er alls 25.456 þorskígildistonnum varið í fyrrnefnda potta, en til samanburðar var á fiskveiðiárinu 2017/2018 úthlutað alls 26.362 þorskígildistonnum í þessa potta. Í línuívilnun fara nú 3.855 þorskígildistonn, en fiskveiðiárið á undan var 4.568 tonnum ráðstafað í línuívilnun.

Í línuívilnun felst að dagróðrabátar á línuveiðum geta landað afla umfram aflamark sé línan beitt í landi, en Alþingi samþykkti að taka upp línuívilnun með breytingum á lögum um stjórn fiskveiða í desember 2003. Ýmis skilyrði þarf að uppfylla til að geta nýtt þessa leið og sérstök reglugerð gildir um línuívilnun.

Samverkandi ástæður

Hafi línan verið handbeitt í landi má nú landa 20% umfram þann afla sem reiknast til kvóta sem með öðrum orðum þýðir að 100 tonna kvóti verður að 120 tonnum. 15% ívilnun fæst með því að taka línuna á stokkum í land, yfirfara þá og síðan er notuð trekt eða beitningavél til að beita um borð. Menn geta verið með tvöfaldan búnað; annan í yfirferð í landi, hinn um borð.

Nokkrar samverkandi ástæður eru sagðar fyrir því að þeim hefur fækkað sem róa með beitta línu. Ef tekið er dæmi af línubát með þrjá menn í áhöfn, 48 bala og 400 króka á bala má ætla að sex manns starfi í landi við beitningu. Atvinna í landi var ein af meginástæðunum fyrir því að kerfið var tekið upp, en misjafnlega hefur gengið að ráða fólk til að handbeita upp á gamla mátann. Greitt er fast verð fyrir balann, en það er löngu liðin tíð að beitningafólk sé upp á hlut.

Reikningsdæmi útgerðanna

Nú er staðan hins vegar þannig að kostnaður við beitningu í landi hefur aukist, en síðustu 3-4 ár hefur meðalverð fyrir fiskinn lækkað með styrkingu krónunnar. Það er síðan reikningsdæmi hvor kosturinn er betri; ívilnunin eða kostnaður við að setja beitningavél um borð, fjölga um einn í áhöfn og hætta vinnu í skúrnum í landi.

Við það að vélbeita um borð færast laun beitningafólks til sjómanna, en reglur um hlutaskipti sjómanna breytast með aukinni vinnu. Hærri laun um borð leiða til þess að auðveldara verður að fá mannskap.

Háðar staðsetningu

Verulegt óhagræði er í því að með landbeitningu eru útgerðir háðar því að hafa beitningu og bát á svipuðum slóðum. Dæmi eru um að bátar af Snæfellsnesi hafi sótt frá Bolungarvík eða Skagaströnd, en það hefur kallað á 6-900 kílómetra daglegan akstur fram og til baka með balana. „Þú flytur ekki beitningaaðstöðuna og fólkið svo glatt,“ sagði útgerðarmaður sem rætt var við.

Hann segir að verulega meiri afli fáist stærstan hluta ársins með vélbeitta línu. Fiskurinn sem veiðist með ferskari beitu sé líka betri og það skili sér í hærra verði á fiskmörkuðum. Ekki veiti af miðað við sterkt gengi krónunnar.

Á nokkurra ára tímabili hafði Bolungarvík verulegan ávinning af línuívilnun. Ekki aðeins fengust auknar heimildir í þorski, heldur einnig steinbít og ýsu svo dæmi séu tekin. Nú er handbeitning á línu á undanhaldi í Bolungarvík eins og sjá má á meðfylgjandi korti. Hins vegar sést einnig á kortinu að á Rifi hefur hlutur línuívilnunar aukist síðustu ár, en þar varð breyting á með nýju fiskveiðiári er tveir bátar af þremur hættu í þessu kerfi.

Margir línubátar eru gerðir út frá Bolungarvík.
Margir línubátar eru gerðir út frá Bolungarvík. mbl.is/Sigurður Bogi
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 501,11 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 249,57 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 404,77 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.24 48,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Beta GK 36 Línutrekt
Þorskur 3.338 kg
Ýsa 2.064 kg
Steinbítur 85 kg
Langa 10 kg
Samtals 5.497 kg
20.9.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.123 kg
Ýsa 2.373 kg
Langa 703 kg
Steinbítur 121 kg
Keila 116 kg
Karfi 115 kg
Ufsi 93 kg
Hlýri 24 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 10.682 kg
20.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 7.247 kg
Karfi 351 kg
Keila 253 kg
Steinbítur 13 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 7.874 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 501,11 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 249,57 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 404,77 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.24 48,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Beta GK 36 Línutrekt
Þorskur 3.338 kg
Ýsa 2.064 kg
Steinbítur 85 kg
Langa 10 kg
Samtals 5.497 kg
20.9.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.123 kg
Ýsa 2.373 kg
Langa 703 kg
Steinbítur 121 kg
Keila 116 kg
Karfi 115 kg
Ufsi 93 kg
Hlýri 24 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 10.682 kg
20.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 7.247 kg
Karfi 351 kg
Keila 253 kg
Steinbítur 13 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 7.874 kg

Skoða allar landanir »