Brýtur ekki í bága við lög eða skuldbindingar

Fiskeldi í Súðavík.
Fiskeldi í Súðavík. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Lögin um að heimila ráðherra að veita fiskeldisfyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða ganga hvorki í berhögg við lög um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála né ákvæði Árósasamningsins.

Kemur þetta fram í greinargerð með frumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra en lögin voru samþykkt í síðustu viku, að því er segir í Morgunblaðinu í dag.

Jón Þór Ólason, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur og lektor við lagadeild Háskóla Íslands, og Sif Konráðsdóttir, lögmaður og fyrrverandi aðstoðarmaður umhverfisráðherra, gagnrýndu lagasetninguna og málsmeðferð við hana í viðtalsþætti Bjartar Ólafsdóttur, Þingvöllum, á útvarpsstöðinni K100 í gærmorgun. Sif sagði að lögin græfu undan sjálfstæði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og Jón Þór sagði að lögfræðilega væri þetta stórslys.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.11.18 339,26 kr/kg
Þorskur, slægður 12.11.18 306,08 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.11.18 334,97 kr/kg
Ýsa, slægð 12.11.18 300,13 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.11.18 137,41 kr/kg
Ufsi, slægður 12.11.18 146,16 kr/kg
Djúpkarfi 12.11.18 245,36 kr/kg
Gullkarfi 12.11.18 284,74 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.11.18 287,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.11.18 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Ýsa 252 kg
Þorskur 131 kg
Steinbítur 87 kg
Langa 3 kg
Samtals 473 kg
12.11.18 Steinunn SH-167 Dragnót
Skarkoli 70 kg
Samtals 70 kg
12.11.18 Hrafnreyður KÓ-100 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 4.023 kg
Samtals 4.023 kg
12.11.18 Egill ÍS-077 Dragnót
Ýsa 7.332 kg
Samtals 7.332 kg
12.11.18 Klettur ÍS-808 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 5.372 kg
Samtals 5.372 kg

Skoða allar landanir »