„Þekkti engan nema strák að vestan“

Kap VE á loðnumiðum.
Kap VE á loðnumiðum.

„Þegar ég kom til Eyja fyrst þekkti ég engan nema strák að vestan sem hafði verið lengi til sjós héðan. Það hefði kannski legið beint við að fara í Stýrimannaskólann fyrir sunnan en ég var spenntari fyrir Eyjum en Reykjavík. Þar veðjaði ég rétt!“

Þetta segir Valdimar Gestur Hafsteinsson, sem Vinnslustöðin hefur ráðið í starf fyrsta stýrimanns á Kap VE-4. Valdimar kemur af Frá VE-78 en leysti af á Kap í sumar og hefur verið í afleysingum víðar í flota Vinnslustöðvarinnar.

Meiri Eyjamaður en Vestfirðingur

„Ég geri ráð fyrir að flytja mig yfir á Kap um eða upp úr miðjum nóvember. Það leggst vel í mig, nú eru spennandi tímar fram undan,“ segir Valdimar, sem tekinn er tali á vef útgerðarinnar.

„Ég fæddist og ólst upp á Þingeyri, þar eru ræturnar og foreldrar mínir búa vestra. Samt tel ég mig vera meiri Eyjamann en Vestfirðing, enda hef ég verið búið hér í liðlega 30 af alls 50 æviárum og stuðlað að því að styrkja kyn Eyjamanna með vestfirskum genum.“

Hann er sagður kominn á kunnuglegar slóðir í Kap, enda í afleysingum þar mestallt síðasta sumar. Þá leysti hann líka af á Sindra VE á árinu 2017 og í janúar 2018. Sé horft lengra inn í fortíðina var hann í áhöfn Gandí VE þegar sú útgerð sameinaðist Vinnslustöðinni og sömuleiðis kom hann við sögu afleysinga á gamla Ísleifi.

Gott að vera í Eyjum

„Ég fór fyrst á sjó sextán ára gamall eftir að skyldunámi lauk og var á línubátum og togurum heima. Engin sérstök áform voru uppi um að hreyfa sig í aðra landshluta en svona gerast hlutirnir,“ segir hann.

„Hingað kom ég og hér er ég. Í Eyjum er mjög gott að vera. Vissulega er hægt að láta samgöngumálin fara í taugarnar á sér en ég nenni ekki að pirra mig til lengdar á Herjólfi, lífið er of stutt og gott til þess.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »