Fyrirvarinn ekki afturkallaður

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórnvöld sjá enga ástæðu til þess að afturkalla fyrirvara Íslands vegna veiða á langreyði í tengslum við samning um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu (CITES).  Þetta kemur fram í skriflegu svari Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn frá Smára McCarthy, þingmanni Pírata.

Ráðherra bendir á að CITES byggi skilgreiningu sína ekki á vísindalegum rökum heldur afstöðu Alþjóðahvalveiðiráðsins sem aftur byggi bann sitt við veiðum á pólitískum stuðningi en ekki vísindalegum rökum. Þegar Ísland hafi gengið í ráðið á nýjan leik árið 2002 hafi landið gert fyrirvara við bannið sem nái fyrir vikið ekki til veiða Íslendinga.

„Hafrannsóknastofnun hefur í samvinnu við nágrannaríki við Norður-Atlantshaf fylgst náið með stofnstærð langreyðar með reglulegum talningum allt frá árinu 1987. [...] Síðan Ísland gekk að nýju í Alþjóðahvalveiðiráðið hefur vísindanefnd þess ráðs staðfest gott ástand langreyðarstofnsins hér við land með tveimur umfangsmiklum úttektum, og lauk þeirri seinni árið 2016. Það er því ljóst að stofn langreyðar við Ísland er langt frá því að teljast vera í útrýmingarhættu,“ segir enn fremur í svari ráðherrans.

Bent er enn fremur á að á alþjóðlegum válista náttúruverndarsamtakanna IUCN hafi langreyður áður verið flokkuð sem „í hættu“ (e. endangered) vegna slæmrar stöðu stofns í suðurhöfum, en staða þess stofns hafi hins vegar batnað og sé langreyður því hvergi talin vera „í hættu“ í heiminum í dag samkvæmt mati IUCN. 

Þá segir að langreyði hafi fjölgað jafnt og þétt samkvæmt talningum undanfarinna áratuga. „Samkvæmt síðustu talningu sem framkvæmd var árið 2015 er stofninn (Mið-Norður-Atlantshafsstofn) talinn vera um 40 þúsund dýr og hefur aldrei mælst stærri. Núverandi aflamark fyrir Austur-Grænlands-Íslandssvæðið er 161 dýr á ári og var ákvarðað með varúðarsjónarmið að leiðarljósi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 504,19 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 465,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 247,95 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 403,59 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Emilý SU 157 Handfæri
Ufsi 208 kg
Þorskur 82 kg
Samtals 290 kg
20.9.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.206 kg
Samtals 1.206 kg
20.9.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 1.318 kg
Ýsa 384 kg
Ufsi 113 kg
Skarkoli 10 kg
Steinbítur 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.829 kg
20.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 803 kg
Ufsi 81 kg
Karfi 21 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 909 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 504,19 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 465,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 247,95 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 403,59 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Emilý SU 157 Handfæri
Ufsi 208 kg
Þorskur 82 kg
Samtals 290 kg
20.9.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.206 kg
Samtals 1.206 kg
20.9.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 1.318 kg
Ýsa 384 kg
Ufsi 113 kg
Skarkoli 10 kg
Steinbítur 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.829 kg
20.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 803 kg
Ufsi 81 kg
Karfi 21 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 909 kg

Skoða allar landanir »