Lax enn fluttur inn

Stór og fallegur lax á land.
Stór og fallegur lax á land. mbl.is/Helgi Bjarnason

Þótt hér á landi séu framleidd nærri 20 þúsund tonn af laxi og silungi á ári eru enn flutt inn á þriðja hundrað tonn af ferskum laxi, aðallega frá Færeyjum.

Aðalástæðan fyrir því að enn er fluttur inn lax er sú að fiskeldisfyrirtækin slátra ekki laxi allar vikur ársins. Þessi hlé hafa þó styst og útlit er fyrir stöðugra framboð.

Flutt voru inn 219 tonn af ferskum, heilum laxi og silungi á síðasta ári. Er það heldur minna en á árinu á undan, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Markaður fyrir laxaafurðir hér innanlands fer vaxandi, eins og í nágrannalöndunum. Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, segir að fyrirtækin hafi lagt sig fram við að þjóna íslenska markaðnum þótt hann sé ekki stór í heildarsamhenginu.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.3.19 328,97 kr/kg
Þorskur, slægður 22.3.19 407,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.3.19 281,12 kr/kg
Ýsa, slægð 22.3.19 273,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.3.19 85,30 kr/kg
Ufsi, slægður 22.3.19 148,89 kr/kg
Djúpkarfi 11.3.19 109,00 kr/kg
Gullkarfi 22.3.19 238,07 kr/kg
Litli karfi 19.3.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.3.19 195,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.19 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Ýsa 3.750 kg
Þorskur 645 kg
Grásleppa 38 kg
Lúða 27 kg
Rauðmagi 2 kg
Steinbítur 2 kg
Skarkoli 2 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 1 kg
Samtals 4.467 kg
22.3.19 Hulda GK-017 Lína
Þorskur 4.755 kg
Ýsa 751 kg
Samtals 5.506 kg
22.3.19 Kristján HF-100 Lína
Þorskur 311 kg
Steinbítur 28 kg
Samtals 339 kg

Skoða allar landanir »