Slippurinn sér um vinnsludekk í Eyjunum

Ný Vestmannaey er í smíðum hjá Vard í Noregi.
Ný Vestmannaey er í smíðum hjá Vard í Noregi.

Slippurinn Akureyri og Bergur-Huginn, dótturfélag Síldarvinnslunnar, hafa gert samkomulag um að Slippurinn muni bera ábyrgð á vinnsludekkjum um borð í nýju ísfiskurunum Vestmannaey VE og Bergey VE.

Skipin, sem smíðuð eru af norsku skipasmíðastöðinni Vard, eru 29 metrar að lengd og 12 metrar að breidd og taka um 80 tonn af ísuðum fiski í lest. Slippurinn mun bera ábyrgð á heildarlausn í skipunum, allt frá því fiskurinn kemur um borð og þar til hann er kominn í kör niðri í lest, að því er fram kemur í tilkynningu frá Slippnum.

„Á vinnsludekki skipanna verður komið fyrir afkastamikilli aðgerðarlínu ásamt öflugum búnaði til blóðgunar og kælingar sem tryggir góða meðhöndlun á fiskinum. Einnig verður rúlluflokkari um borð sem mun gróf-flokka fiskinn áður en hann fer niður í lest,“ er haft eftir Ólafi Ormssyni, sviðsstjóra hjá Slippnum á Akureyri, á vef fyrirtækisins.

„Við hönnun á vinnsludekkinu var lögð áhersla á góða lausn sem tryggir framúrskarandi gæði hráefnis, auðvelt aðgengi að þrifum og góða vinnuaðstöðu. Öll hönnunarvinna var unnin í nánu samstarfi við útgerðina og gekk vel.“

Gæði aflans verði fyrsta flokks

„Samstarfið við Slippinn á Akureyri hefur gengið vel og miklar væntingar bundnar við nýju skipin. Við sjáum fram á meiri afköst í bæði veiðum og vinnslu og erum fullvissir um að gæði aflans úr þessum skipum verða fyrsta flokks,“ segir Guðmundur Alfreðsson, útgerðarstjóri Bergs-Hugins.

Áætlað er að uppsetning á vinnslubúnaðinum í Vestmannaey fari fram um miðjan júlí og Bergey seint í haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 504,19 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 465,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 248,00 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 403,66 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Ebbi AK 37 Þorskfisknet
Þorskur 1.399 kg
Ýsa 56 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 1.470 kg
20.9.24 Ísak AK 67 Þorskfisknet
Þorskur 2.899 kg
Skarkoli 23 kg
Ýsa 12 kg
Samtals 2.934 kg
20.9.24 Valþór EA 313 Handfæri
Þorskur 272 kg
Samtals 272 kg
20.9.24 Emilý SU 157 Handfæri
Ufsi 208 kg
Þorskur 82 kg
Samtals 290 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 504,19 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 465,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 248,00 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 403,66 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Ebbi AK 37 Þorskfisknet
Þorskur 1.399 kg
Ýsa 56 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 1.470 kg
20.9.24 Ísak AK 67 Þorskfisknet
Þorskur 2.899 kg
Skarkoli 23 kg
Ýsa 12 kg
Samtals 2.934 kg
20.9.24 Valþór EA 313 Handfæri
Þorskur 272 kg
Samtals 272 kg
20.9.24 Emilý SU 157 Handfæri
Ufsi 208 kg
Þorskur 82 kg
Samtals 290 kg

Skoða allar landanir »