A-listinn sjálfkjörinn í stjórn

„Við skoðun á B-lista sést að langflestir á lista til …
„Við skoðun á B-lista sést að langflestir á lista til trúnaðarmannaráðs eru skipverjar á fiskiskipum, eða alls 20 af 22.“ mbl.is/Ólafur Bernódusson

„Skilgreining á starfsgreinum getur eðlilega ekki farið eftir því með hvaða hætti menn fá launað fyrir starfið, heldur í hverju starfið er fólgið,“ segir í úrskurði kjörstjórnar Sjómannafélags Íslands vegna framboðs B-lista til stjórnar félagsins.

Kjörstjórnin kemst að þeirri niðurstöðu að aðeins einn lögmætur listi, A-listi, hafi borist til stjórnar, trúnaðarmannaráðs og matsveinadeildar félagsins og að tilnefndir félagsmenn á listanum séu því sjálfkjörnir.

Kjörstjórn Sjómannafélags Íslands hafði bent framboði B-listans, sem leiddur er af Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, annmarka á framboðinu varðandi skipun trúnaðarráðs og skorað á listann að bæta úr þeim innan tiltekins frests.

Forsvarsmenn listans lýstu því hins vegar fljótlega yfir að þeir hygðust ekki bæta úr umræddum annmörkum og sendu kjörstjórn greinargerð sína, auk þess sem þeir funduðu með kjörstjórn og gerðu grein fyrir afstöðu sinni.

20 af 22 skipverjar á fiskiskipum

Kjörstjórnina og B-listann greindi á um túlkun á lögum félagsins, sem kveða á um að gæta eigi að því að í trúnaðarmannaráði félagsins hafi allar starfsgreinar félagsins fulltrúa.

„Við skoðun á B-lista sést að langflestir á lista til trúnaðarmannaráðs eru skipverjar á fiskiskipum, eða alls 20 af 22 [...] Einn skipverji vinnur samkvæmt kjarasamningi félagsins við Landhelgisgæsluna og einn starfar á olíuskipi en ekki liggur fyrir kjarasamningur vegna þeirra starfa,“ segir í úrskurði kjörstjórnar og að fram hafi komið sú skoðum B-lista að með starfsgreinum væri átt við skiptihlutasjómenn, fiskimenn og tímakaupssjómenn, aðrir en fiskimenn.

Á B-lista til trúnaðarmannaráðs séu engir félagsmenn sem starfi á farskipum, sem séu tæplega 20% félagsmanna, engir félagsmenn sem starfi samkvæmt samningum félagsins við Hafrannsóknarstofnun eða samkvæmt kjarasamningi félagsins vegna skipverja á farþegaskipum.

Samsetning B-lista til trúnaðarmannaráðs sé með þeim hætti að ekki sé hægt að tryggja að innan raða ráðsins séu félagsmenn sem hafi þekkingu og reynslu á kjarasamningum og réttindamálum hverrar starfsgreinar fyrir sig, „jafnvel þó svo enginn efist um vilja allra sem þar eru til að vinna að hagsmunum sjómanna almennt.“

Hafi ekki viljað bæta úr annmörkum

„Þar sem B-listi er að mati kjörstjórnar samkvæmt framansögðu ekki til samræmis við afdráttarlaus fyrirmæli 16. gr. laga félagsins um skipan í trúnaðarmannaráðs félagsins og hefur ekki viljað bæta úr annmörkum sem á listanum eru, hefur kjörstjórn enga aðra úrkosti en að líta svo á að um ólögmætt framboð sé að ræða.“

Af því leiði að aðeins einn lögmætur listi, A-listi stjórnar félagsins, hafi borist til stjórnar og úrskurði kjörstjórn því að þeir félagsmenn sem þar séu nefndir teljist sjálfkjörnir í stjórn félagsins, stjórn matsveinadeildar og trúnaðarmannaráð.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.7.20 305,79 kr/kg
Þorskur, slægður 2.7.20 317,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.7.20 442,18 kr/kg
Ýsa, slægð 2.7.20 287,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.7.20 59,78 kr/kg
Ufsi, slægður 2.7.20 88,57 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 2.7.20 138,35 kr/kg
Litli karfi 15.6.20 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.6.20 79,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.7.20 Elli SF-071 Handfæri
Þorskur 546 kg
Ufsi 90 kg
Samtals 636 kg
2.7.20 Elín ÞH-082 Handfæri
Þorskur 479 kg
Karfi / Gullkarfi 16 kg
Samtals 495 kg
2.7.20 Sæunn SF-155 Handfæri
Ufsi 1.033 kg
Þorskur 630 kg
Samtals 1.663 kg
2.7.20 Loftur HU-717 Handfæri
Þorskur 587 kg
Karfi / Gullkarfi 37 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 633 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.7.20 305,79 kr/kg
Þorskur, slægður 2.7.20 317,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.7.20 442,18 kr/kg
Ýsa, slægð 2.7.20 287,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.7.20 59,78 kr/kg
Ufsi, slægður 2.7.20 88,57 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 2.7.20 138,35 kr/kg
Litli karfi 15.6.20 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.6.20 79,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.7.20 Elli SF-071 Handfæri
Þorskur 546 kg
Ufsi 90 kg
Samtals 636 kg
2.7.20 Elín ÞH-082 Handfæri
Þorskur 479 kg
Karfi / Gullkarfi 16 kg
Samtals 495 kg
2.7.20 Sæunn SF-155 Handfæri
Ufsi 1.033 kg
Þorskur 630 kg
Samtals 1.663 kg
2.7.20 Loftur HU-717 Handfæri
Þorskur 587 kg
Karfi / Gullkarfi 37 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 633 kg

Skoða allar landanir »