Evrópusambandið hótar Bretum þorskastríði

AFP

Verði fiskiskipum frá ríkjum Evrópusambandsins ekki leyft að veiða með sama hætti og áður í efnahagslögsögu Bretlands eftir útgöngu Breta úr sambandinu sem fyrirhuguð er í lok þessa mánaðar gæti það leitt til átaka í anda þorskastríða Íslendinga og Breta.

Þetta eru skilaboð Evrópusambandsins til breskra stjórnvalda en ráðamenn í Brussel hafa sett áframhaldandi aðgang sjómanna ríkja sambandsins að breskum fiskimiðum sem skilyrði fyrir fyrirhuguðum fríverslunarsamningi við Breta. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur hins vegar ítrekað varað Evrópusambandið við því að eftir útgönguna úr sambandinu muni Bretar taka að fullu í eigin hendur stjórn breskra fiskimiða.

„Við viljum forðast öll fiskveiðiátök í Atlantshafinu. Við höfum orðið vitni að þeim áður og viljum ekki sjá slíkt aftur,“ sagði Andrej Plenkovic, forsætisráðherra Króatíu, en Króatar fara með forsætið innan ráðherraráðs Evrópusambandsins næstu sex mánuðina.

Fjallað er um málið á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph og þorskastríðin á milli Íslendinga og Breta rifjuð upp þar sem íslensk varðskip hafi neytt breska sjómenn til þess að yfirgefa fiskimiðin í kringum Ísland á áttunda áratug síðustu aldar.

Plenkovic sagði áframhaldandi aðgang að breskum fiskimiðum vera mjög mikilvægan fyrir umtalsverðan fjölda ríkja Evrópusambandsins eins og Frakkland og að ríki sambandsins myndu beita sér í sameiningu fyrir því að fá Breta til þess að gefa eftir í þeim efnum.

Gert er ráð fyrir að Bretar yfirgefi Evrópusambandið formlega 31. janúar en neðri deild breska þingsins samþykkti fyrr í vikunni útgöngusamning ríkisstjórnar Johnsons við sambandið. Gert er ráð fyrir að lávarðadeild þingsins taki samninginn fyrir í næstu viku.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.20 402,17 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.20 407,72 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.20 298,02 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.20 338,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.20 137,46 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.20 187,61 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.20 327,96 kr/kg
Litli karfi 18.12.19 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.1.20 99,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.20 Fjóla SH-007 Plógur
Pílormur 782 kg
Samtals 782 kg
21.1.20 Kaldbakur EA-001 Botnvarpa
Þorskur 72.060 kg
Ufsi 4.517 kg
Karfi / Gullkarfi 1.199 kg
Samtals 77.776 kg
21.1.20 Akurey AK-010 Botnvarpa
Þorskur 54.104 kg
Samtals 54.104 kg
20.1.20 Gnúpur GK-011 Botnvarpa
Þorskur 102.635 kg
Ufsi 81.708 kg
Þorskur 44.670 kg
Þorskur 44.271 kg
Ýsa 37.829 kg
Ýsa 35.821 kg
Karfi / Gullkarfi 27.387 kg
Ýsa 4.468 kg
Þorskur 2.734 kg
Ufsi 2.328 kg
Ýsa 1.185 kg
Tindaskata 1.172 kg
Langa 1.051 kg
Hlýri 674 kg
Steinbítur 444 kg
Skarkoli 117 kg
Grálúða / Svarta spraka 69 kg
Skrápflúra 61 kg
Samtals 388.624 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.20 402,17 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.20 407,72 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.20 298,02 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.20 338,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.20 137,46 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.20 187,61 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.20 327,96 kr/kg
Litli karfi 18.12.19 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.1.20 99,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.20 Fjóla SH-007 Plógur
Pílormur 782 kg
Samtals 782 kg
21.1.20 Kaldbakur EA-001 Botnvarpa
Þorskur 72.060 kg
Ufsi 4.517 kg
Karfi / Gullkarfi 1.199 kg
Samtals 77.776 kg
21.1.20 Akurey AK-010 Botnvarpa
Þorskur 54.104 kg
Samtals 54.104 kg
20.1.20 Gnúpur GK-011 Botnvarpa
Þorskur 102.635 kg
Ufsi 81.708 kg
Þorskur 44.670 kg
Þorskur 44.271 kg
Ýsa 37.829 kg
Ýsa 35.821 kg
Karfi / Gullkarfi 27.387 kg
Ýsa 4.468 kg
Þorskur 2.734 kg
Ufsi 2.328 kg
Ýsa 1.185 kg
Tindaskata 1.172 kg
Langa 1.051 kg
Hlýri 674 kg
Steinbítur 444 kg
Skarkoli 117 kg
Grálúða / Svarta spraka 69 kg
Skrápflúra 61 kg
Samtals 388.624 kg

Skoða allar landanir »